fbpx

NEW IN – DRAUMAJAKKINN.

GLEÐIÍSLANDNEW IN

Ekki bjóst ég við því að vera fara versla í Reykjavík, enda tíminn krappur og átti að mæta í myndatöku strax eftir fund sem ég átti í Kringlunni klukkan 10:00.

Ég tók þó lítið rölt og koma auga á jakkann sem ég er búinn að vera leita af í núna ár. Aldrei fundið þann rétta & aldrei fundið einn á viðráðanlegu verði. Ég fann einn svipaðan sem fæst í Urban Outfitters á 3.800 kr danskar – eða 80.000 krónur, sem ég var ekki að meika að kaupa.

EN – búðin Selected í Kringlunni geymdi hann handa mér, ég labbaði að honum, mátaði & þá var ekki aftur snúið.

Gullfallegur sporty hlýr bomber jakki með leðurermum.

JÁ TAAAAAKK! Ég gat ekki – ekki – tekið hann.

Ég elska hann & hef verið í honum síðan ég fékk hann í hendurnar.

selected1SMALL

selected selected2

Hvað ég elska að gera góð kaup ..

ALLT KOMIÐ!!!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Karen Lind

  22. October 2013

  … og líka ótrúlega flottur á þér! Vel valið!

 2. evabjorkjonu

  22. October 2013

  hahah – það stendur alv. Helgi á’onum!!! ;0)

 3. Jóna Kristín

  22. October 2013

  Jakkinn og þú í honum = NICE!

 4. Pattra S.

  22. October 2013

  Þið Elmar eru báðir svo fínir í selected jakka ;)
  Hann er topp eign þessi!

 5. Halla

  23. October 2013

  Jakkinn fínn á þér.