fbpx

MENNINGARBÆRINN SEYÐISFJÖRÐUR – LIST Í LJÓSI

SEYÐISFJÖRÐUR

Það er fátt sem ég elska meira en Seyðisfjörð. Hef svosem sagt það margoft áður á þessu ágæta bloggi, orkan er ólýsanleg og náttúran sömuleiðis. Er svo heppinn að hafa fengið að alist þar upp. EN ætla þó ekki að halda áfram með þessa sálma, því Seyðisfjörður á LungA sem flestir kannast við. Núna hefur fæðst ný hátíð, hún fæddist reyndar í fyrra, en hún heitir List í ljósi, og þar koma listamenn, erlendir sem innlendir og skapa hinar ýmsu, ótrúlegu og fallegu innsetningar, myndvarpanir, skúlptúra, gjörninga og allt þar á milli í firðinum. Myndir frá því í fyrra voru svo geggjaðar, og ég vona innilega að ég komist á næstu árum.

Inní þessari hátíð er líka kvikmyndahátið, kremið á kökunni y’all.

En allavega, ég eiginlega krefst þess að ef fólk er í grendinni, eða lengra í burtu, að skella sér á þessa hátíð og soga að sér orkunni og listinni. Það kostar ekki neitt og allir vinna og hún er núna um helgina.

Getið séð meira hér .. 

listiljosi_1

listiljosi_2

listiljosi_3

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

listiljosi_poster

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

SÍÐASTI ÁFANGASTAÐUR & SMÁ VESEN - RAILAY BEACH

Skrifa Innlegg