fbpx

SÍÐASTI ÁFANGASTAÐUR & SMÁ VESEN – RAILAY BEACH

PERSONALTRAVEL

Frá Koh Lipe fórum við til Railay, súper strönd í nágrenni við Krabi, sem er þekktur ferðamannastaður. Þar eru fáranlega stór, falleg og vígaleg fjöll og þetta er alveg ótrúlega fallegt. Við tókum bát frá Koh Lipe, þar sem öldurnar skutu bátnum uppí loft. Skrautleg bátsferð! En mér þótti það í rauninni gaman.

Þaðan tókum við minivan til Ao Nang þar sem við svo tókum bát á Railay Beach, en það er einungis hægt að komast á Railay með bát.

Staðurinn var fáranlega fallegur, örlítið túristaður fyrir minn smekk. Við vorum rosalega ánægðir með hótelið og umhverfið falleg. Ég var búinn að lesa á TripAdvisor að matareitrum væri ágætlega algengt í kringum þessar slóðir svo ég vissi að við þurftum að fara extra varlega.

t57

Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sætan veitingastað lúmskt nálægt hótelinu og ég pantaði mér það sem ég panta alltaf .. frábært. Solid staður, þessi staður verður safety zone ..

t58

Daginn eftir ætluðum við að fara á veitingastað sem var með geggjuð meðmæli á TripAdvisor – við mættum, pakkað, og klukkutími í næsta borð. Ókei, back to safety! Við fórum aftur á staðinn okkar, pöntuðum það sama, og fórum heim að sofa.

Fjandinn fokking anskotinn, ddddjjööööööööfullinn. Ég vakna 01:42 og staðfest, ég fékk matareitrun. Sömuleiðis kæró, sem lá sárþjáður að þrjóskast uppí rúmi. Ég er hugrakkur og reyndi að kasta eins mikið upp og ég gat og ná þessu ógeði úr líkamanum.

Við vorum rúmliggjandi allan næsta daginn, og ég náði að koma hálfum snickers bita ofan í mig.

Þessar myndir að ofanverðu er daginn, eftir rúmliggjandi daginn.

t61

Maginn bókstaflega skroppinn saman og ég varð saddur af hálfum banana. Yfirvofandi trust issues fylgdu þessari upplifun og það sem ég lifði af var: Choco Pops á morgnana, snakk eða banani í hádeginu, og hálf ham & cheese sandwhich á kvöldin. Ég þorði ekki að setja neitt ofan í mig sem gæti valdið þess að ég mundi fá aðra matareitrun.

t60

Við vorum þó ánægðir með sixpakkið sem við fengum sem fylgdi þessu veseni.

t62 t63 t64

t59

Ég var gjörsamlega dáleiddur af þessum fjöllum, svo flott. Minnti mig á Avatar fjöllin, so nice.

t69

t70

Bakþema í þessum myndum, sssooorrrý’bout it.

Ég var persónulega ánægður að komast heim að borða skyr, granola, og allt þar á milli. Við vorum þarna í 5 daga, flugum svo frá Krabi til Bangkok og þaðan beint til Dubai og heim.

Ég skal alveg viðurkenna það að svona vesen er ömurlegur skellur í svona næs ferð, en við nýttum þá bara tímann okkar að sleikja sólina (sem gekk mjög vel) og fengum fullt af tani í þessum ríkoverí-i –

Ef þið eruð að fara á svipaðar slóðir, kaupiði þessa mjólkurgerla töflu dót. Það er ekki gaman að lenda í svona.

Annars erum við himinnlifandi með þennan túr, og Koh Lipe gerði allt fyrir okkur. Ég mundi endurtaka matareitrunina ef ég fengi að upplifa Koh Lipe eins og ég gerði, ééééég er að segjaða.

KOH LIPE 2

Skrifa Innlegg