MAMMA Í HEIMSÓKN

DANMÖRKNIKEPERSONALYNDISLEGT

 ÓÓÓÓ AÐ HAFA MÖMMU Í HEIMSÓKN VAR DÁSAMLEGT!

Ég og mamma erum semsagt bestu vinir og við fengum ágæta sex daga útaf fyrir okkur þar sem kæróinn var að sinna fjölskylduerindum á Jótlandinu. Hér er smá svona .. já, þið vitið, RECAP!

Processed with VSCOcam with p5 preset

Ef við byrjum frá degi eitt, mamma kom mér skuggalega óvart á afmælinu mínu. Ég hafði enga stjórn á því tilfinningarflóði sem var í gangi, en ég var í hláturskrampa á meðan ég skældi, hafi þið lent í því? Það er mjög skrýtið.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Tinna og mamma hennar sem eru með bullandi Seyðfirskt blóð buðu okkur í garðhádegis “hygge” sem náði þó langt framyfir hádegi. Vá hvað það var kósý og ég fékk lit og brann smá á enninu, næs.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Ofur næs! Þess má einnig geta að ég var ekki að sinna neinum líkamsræktar aktivitíum né hugsa um mataræði á þessum tíma. Ég borðaði þrist í morgunmat, kúlusúkk með salatinu mínu og snakk í kvöldsnarl. Sé ég eftir því? Alls ekki.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Fallega ólétta Tinnan mín.

Processed with VSCOcam with p5 preset

Við fórum í Piknik í Kongens Have með bestu slæsur í Köben.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég og mamma fórum í Jónshús þar sem foreldar mínir giftu sig árið 1986. Það var dásamleg stund. Sátum í stofu Jóns Sigurðssonar (já, the one and only, fimmhundruðkallinn) í örugglega klukkutíma. Maðurinn sem stendur fyrir húsinu gat ekki verið meira sama að við vorum að ráfa þarna um. Við sáum hann reyndar aldrei, heyrðum bara fótspor. Hálf freaky að pæla í því núna samt – kannski var þetta Jón.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Sneakers algjörlega nauðsynlegir í svona borgarröltum.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Ég kroppaði mig útaf myndinni því ég leit út eins og eggjakarlarnir í Lísu í Undralandi, en mamma endalaust falleg.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Mamma dekraði soninn sinn aldeilis, en ég fékk þessa fallegu peysu í búðarrápinu okkar. Svona eins og þegar ég var lítill, ánægjulegt.

mamma12 1

Kagglenn menn og mamma mín.

mamma11 1

Við kæróarnir.

helgi og mamma4

oooog við mæginin á síðasta kvöldinu okkar. <3

SUNNUDAGUR TIL SÆLU

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Helga

  11. June 2014

  En hvað þið eruð sæt saman fjölskyldan :)

 2. Mamma

  11. June 2014

  Við giftum okkur reyndar árið 1986 elskan ;-)

 3. Hrafnhildur frænka

  12. June 2014

  Þið eruð yndisleg mæðgin :)