fbpx

LOKSINS KOMINN HEIM EN SVO ALLT Í RUGLI ..

PERSONALTHOUGHTS

Í dag er ég á ellefta, EEELLEFTA degi sóttkvís. Þetta hefur gengið vel, ég hefði getað hugsað mér verri staði til að vera í sóttkví. En ástæðan fyrir því að ég settist niður og skrifa, er því að fyrir nokkrum dögum sat ég í fjörunni hérna út lengra út í firðinum og eiginlega bara skældi, fyrsta skipti í langan tíma. Ég skrifaði niður texta og deildi honum á Instagram, en eyddi svo innslaginu fljótlega eftir.

Það kom stórkostlega á óvart að þegar ég loksins komst heim. Heim til mömmu, pabba, systurdætra minna og systkina þá var ég alveg 100% viss um að loksins þá fengi ég smá frið í hausnum á mér. Sem mér þykir ótrúlega vænt um, svona ‘ peace of mind ‘ – þess vegna fer ég aftur og aftur til Koh Lipe á Tælandi, og Bali. En yfir í mál málanna ..

Ég lenti í því að allt sem ég bjóst við og vonaðist eftir, plömpaðist í andstæðuna af því. Ég alltíeinu var eins og eitthvað detox, að reyna ná einhverju eitri úr líkamanum og hausnum, undirmeðvitundinni jafnvel. Án þess að fara í smáatriði, þá fékk ég að upplifa kvíða og vanlíða sem ég hef ekki fundið í mörg mörg ár. Ég komst ekki uppúr rúminu, ég forðaðist mína nánustu en komst ekkert í burtu, ég sofnaði sorgmæddur og vaknaði sorgmæddur, ég fékk svitaköst, kvíðahnút í magann og andaði asnalega bara við tilhugsunina um að senda e-mail eða taka mynd fyrir grammið. Allt þetta á Seyðisfirði, hjá mömmu og pabba, griðarstaðnum mínum. Þetta bara passaði ekki, því allt hér á að veita mér vellíðan, ánægju, létti og gleði.

Þó svo að mér þótti og þykir þetta erfið upplifun, þá eins og alltaf er ég mjög þakklátur fyrir hana. Ég fékk að eyða klukkutímum með mömmu, neyddist til að skrifa niður, skilja betur, vera einn í fjörunni osfrv osfrv. Einnig fékk ég hugrekki, jah, eða bara smá svona, common sense til að fara á kvíðalyf í fyrsta skipti. Sem á þessum tímum hafa hjálpað mér gríðarlega.

Ég ákvað að segja frá þessu eins og ég mundi segja frá heimsókn í showroom, eða ferðalagi erlendis. Því ég finn skömmina að vera tala um andlega heilsu, en það á að sjálfssögðu ekki að vera nein skömm.

Ég gæti talið upp langan lista af því sem triggeraði þetta allt saman, en það er bara eitthvað fyrir mig, mömmu, sálfræðinginn minn og dagbókina. En ég skrifa þetta með sjálfsöryggi því þetta fyrir mér er bara eins og ég hafi fengið Covid, drullu óþæginlegt, drullu erfitt, en ekkert til að skammast mín fyrir. Maður gerir bara það sem maður getur til að líða betur –

Nú er komið nóg af því að allt sé fullkomið, því váááááá hvað langflest er ófullkomið, og váááá hvað það er bara alltílagi. Látum í okkur heyra, tölum saman og tengjumst frekar.

Ást á alla –  

Kveðja frá Seyðisfirði

@helgiomarsson

SMYRIL LINE FRÁ DK TIL ISL - UPPLEVELSIÐ

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    22. June 2020

    Þetta er mjög vel gert hjá þér elsku vinur, mikilvæg umræða og frábært að fá hana niður á blað fyrir aðra að lesa og læra af <3 takk fyrir þetta