Það er einhver hluti af mér sem hefur á tilfinningunni að ég mun fá “fokkjú” á mailið mitt eftir þessa bloggfærslu. Ég ákvað að GÓÐFÚSLEGA skrifa niður það sem ekki þykir kannski neitt svakalega móðins eða kúl þegar kemur að stíl.
Ég ætlaði að gera þetta blogg, enginn vafi. Ég ætla þó ekki að ljúga, ég vissi ekki hvað ég ætti að skýra þessa færslu. “Þetta er ljótt” “Ekki gera svona” “Svona ertu ekki stælis” – nei, því það bíður hættunni heim.
Einu sinni enn, góðfúslega, MEÐ KÆRLEIK, þá ætla ég að fara yfir þau atriði sem er lítil og sæt “nei nei” að mínu mati.
Langir V-necks, var einu sinni kúl, en svo dó það, er enn dautt, mjög dautt, rotið.
Persónulega þykir mér ekkert – EKKERT verra að sjá fólk með sólgleraugu inni, eða þar sem sólin ekki skín, eða sólgleraugu á kvöldin. Plís kæru lesendur, aldrei gera það. Veriði með sólgleraugu þegar það er sól.
Cargo buxur, þó svo að þú ert í fríi – kannski á Costa Del Sol þar sem enginn þekkir ykkur, þá eru cargo buxur bara ekki næs. Ekki kaupa eða vera í cargo buxum.
Lógó útum allt – Ralph Lauren er gott dæmi. Það er of mikið –
Sokkar yfir buxur – say no more. Ég var mikið í þessu á tímabili. Þetta er slæmt slæmt slæmt.
Abercrombie & Fitch, aldrei kúl – alltaf slæmt.
MEÐ JÁKVÆÐNI, KÆRLEIK OG ÁNÆGJU.
Helgi (sem er góðfúslega að gefa ráð)
Skrifa Innlegg