fbpx

BREAKFAST IN BED: KÆRÓ 25 ÁRA

DANMÖRKMATURPERSONAL

Minn elskulegi kæró er 25 ára gamall í dag – svo ég var vakandi til hálf 3 í gærnótt til að blása upp blöðrur og undirbúa afmælisgjöf.

Ég var líka vaknaður klukkan sjö til að gera morgunmat í rúmið.

Þetta lukkaðist sem betur fer stórkostlega, og ég vil segja að það sé að mörgu leyti útaf nýju pönnunni sem ég keypti mér í gær. Þvílík og önnur eins græja – meira um það seinna!

Kæróinn var einstaklega hissa, glaður og þakklátur og þá varð ég líka alveg hreint, ótrúlega glaður.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Próteinpönnsur (þá étur kæróinn þær pottþétt) – með lífrænum kókosflögum, walden farms karamellu sírópi (engar kaloríur & enginn sykur), mmhmmm, hindberjum, jarðaberjum og ferskum mangó með litlum daim bitum.

Hafragrautur með lífrænum höfrum, passjón ávexti, hörfræum, mangó, hindberjum og kokosflögum.

Eggjahræra með kalkún, papriku og spínati

Kjúklingaspjót í pínu pons bbq sósu.

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with t1 preset

 

Ég get kannski deilt því með ykkur að örugglega 8 blöðrur sprungu í andlitið á mér seint í gærkvöldi. Ég var ógeðslega þreyttur og kæróinn sofandi, það er ennþá smjörþefur af reiði í mér eftir þetta.

I LIKE: BLÁA LÓNS MASKINN

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Jónína Sigrún

    31. May 2014

    Oh vá, hversu frábær leið til að vakna á afmælisdaginn!
    Þú færð verðlaun fyrir kærasti ársins það er nokkuð ljóst :P
    Kv. eins sem elskar afmæli! ;)

  2. Pattra S.

    31. May 2014

    Bara myndarlegastur, það er alveg á hreinu! :*