fbpx

LANGJÖKULL MEÐ MOUNTAINEERS

66°NorðurACTIVITYUPPLEVELSE

Dagurinn okkar var semsagt brotinn niður svona. Vorum sóttir á kagganum um morguninn, svo var okkur keyrt að sjá Geysi og Gullfoss. Það var byrjunin á deginum. Eftir það keyrðum við svakalegan veg upp að Langjökli, sem var gjörsamlega upplifun útaf fyrir sig. Bílstjórinn okkar var svo frábær, að keyra þetta í snjónum og öllu var eins og drekka vatn fyrir hann. Mér leið mjög öruggum, en vanalega í þessum kringumstæðum væri ég í taugaáfalli að grúfa mig ofan í gólfið. En mér fannst þetta bara spennandi og gaman.

Eftir Langjökul var okkur svo keyrt í Secret Lagoon þar sem við hlýjuðum okkur. Þetta var alveg magnaður dagur og Mountaineers of Iceland er eitt mest impressive dæmi sem ég hef séð. Þetta var gjörsamlega geggjað. Ef ykkur langar í ógleymanlegar upplifanir, þá gæti ég ekki mælt meira með þessu.

Eins og má sjá, það var veðrið þennan dag, gjörsamlega magnað. Ég trúi varla ennþá hvað þetta var magnað. Ég var eiginlega alveg starstruck, meira segja pínu væminn og þakklátur.

Takk fyrir okkur Mountaineers of Iceland fyrir þessa upplifun. Hún var gjörsamlega lúxus og engri öðru lík!

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

MAGDALENA SARA FYRIR FRANKIE MORELLO Á MFW

Skrifa Innlegg