fbpx

“JÁ, VAR HÚN EKKI ORÐIN GÖMUL?”

PERSONAL

Ég er staddur á Seyðisfirði hjá fjölskyldunni minni sem er alltaf jafn yndislegt. Ég lenti aðfaranótt föstudags í Keflavík og flaug svo um morguninn til Egilsstaða. Þaðan keyrði ég til Djúpavogs þar sem heimahagar mínir eru, ég bjó þar þangað til ég var sjö ára. Þar bjuggu einnig mörg systkini pabba og frændsystkini mín svo það er alltaf gaman að koma. Tilefnið var þó að kveðja ömmu mína Erlu, sem lést þann 22 maí, rétt eftir að ég kom til Japans og ég get ekki sagt ykkur hvað ég er þakklátur fyrir að hafa náð í tæka tíð til að kveðja hana. Það var yndislegt og erfitt á sama tíma.

Sem færir mig að viðfangsefninu. Ég fann það í kringum þetta ferli með ömmu Erlu, hvað mér gramdist það mikið þegar ég heyrði “Æj, var hún ekki orðin gömul?” “Já, hún var jú bara orðin gömul” – og með þessum skrifum er ég ekki bara að tala um ömmu mína, heldur öll okkur sem höfum misst til dæmis ömmur okkur og afa eða fólk nálægt okkur sem deyr úr elli. Nú er ég ekki að vitna í neinar sálfræðilegar staðreyndir eða slíkt, heldur eitthvað sem er mér frekar mikið common sense. Að spúa útúr sér “Já æ var hún ekki orðin gömul?” finnst mér í rauninni vera óviðeigandi að segja við einstakling sem er að syrgja eða eitthvað annað tengt. Sorgarferlið eru minningarnar, þessi hugmynd um að maður fær aldrei að hitta aftur manneskju sem var manni svo kær, sem kannski kenndi manni á lífið, hlúði að okkur, elskaði af afli. Sorgarferlið fyrir mér er að tárin og sorgin eru ekkert nema að heiðra manneskju sem maður elskaði heitt í gegnum lífið. Það að manneskjan er gömul, á ekki að vera neitt merki um að við eigum að draga úr sorginni eða gráta minna eða vera minna leið. Mér finnst þetta vera algjört disrespect gagnvart aðila sem er að syrgja. Ég vil biðja fólk um að hugsa sig tvisvar um áður látið er orð sem og þessi útúr sér til einstaklings sem syrgir. Sorgarferli er sorgarferli, ástin og söknuðurinn er nákvæmlega sá sami þó manneskjan var gömul eða ekki.

Sama gildir með dýr, sem lifa styttra en við, en að missa dýr getur verið gjörsamlega óbærilegt fyrir marga. Ég veit að þegar ég missti minn hund að ég fann hjartað á mér brotna. Jú hún var gömul, jú hún var veik en að missa hana fannst mér gríðarlega erfitt. En ég get ekki sagt hversu oft ég heyrði “Já, var hún orðin 12 ára? Já þessir hundar lifa stundum bara ekkert lengur” –

Mín persónulega reynsla, sem er enn í gangi er sú, að í gegnum sorgarferlið vegna andláts ömmu, þá leið mér hreinlega líkamlega og andlega óþæginlega. Mér fannst alveg ótrúlega vont að missa hana, ekki af eigingirni því það hentar mér svo vel að hún sé lifandi. Því hún átti svo stóran part í mér, og amma var gjörsamlega eins og ég hef sagt, svona “one of the greatest loves in my life” – hún var sólin í fjölskyldunni, hún var bara einstök. Ég get ekki lýst því með orðum hvað hún var best, mögnuð og frábær. Og að syrgja þessa konu, er erfitt, sama hversu gömul eða veik hún var. Ferlið er eins og það er og það á að fá að vera það ferli sem kemur til hvers og eins.

“Ég samhryggist” er nóg –

“Honor your tears, because they wash you” – 

JAPAN: TORII HLIÐIN Í KYOTO -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1