fbpx

BAÐHERBERGIÐ ..

ILMURSNYRTIVÖRUR

Kasper er týpan sem vill hafa ALLT lokað inní skáp og ekkert má vera frammi, og allt þarf að vera stílhreint og kósý. Ég er alveg týpan sem bara leyfir honum að gera það sem hann vill og er ekkert að spá allt of mikið í það. Þangað til nýlega. Ég fékk svona .. jæja, þessi kafli er búinn. Ég ætla að gera nákvæmlega það sem ég vill, og sérstaklega inná baðherbergi því það er svona minn staður í íbúðinni. Og ekki nóg með það að ég á alveg ótrúlega mikið af góssi svo mér finnst fáranlegt að þetta sé allt lokað og læst og svo gleymi ég hvað ég á og alltíeinu er eitt og annað farið til spillis og ég veit ekki hvað og hvað. Það eiginlega stressar mig upp að spá í það – svo það sem ég gerði, var að kaupa einfaldan fallegan marmara bakka og bara þrykkja því sem ég nota á bakkann og þá get ég smurt mig eins og bavíani þegar ég vil og hef þetta allt beint fyrir framan mig, sem er svo þæginlegt! –

Mun blogga nánar um hvað er á bakkanum seinna :-)

@helgiomarsson á Instagram
Helgaspjallið á Apple Podcasts og Spotify

STYLE - TIMOTHÉE CHALAMET EINU SKREFI Á UNDAN

Skrifa Innlegg