fbpx

Hótel Smári hjá Keflavíkurflugvelli

HOMEI LIKEPERSONAL

Mér finnst ég ekki einu sinni þurfa að skrifa þetta, en þó. Ég borgaði fyrir þetta herbergi (ókei pabbi borgaði það samt) og stjórnendur og eigendur hótelsins hafa ekki hugmynd að ég sé að blogga um þetta. There!

Og svona í framtíðinni, ég blogga ekki um neitt né sem ég hef ekki ástríðu af eða elska í döðlur eða vekur bilaðslega mikið áhuga minn. Ég hef neitað 94% af þeim sem vilja gefa mér frítt stuff til að skrifa um. Þá er þetta komið á borðið .. höldum áfram.

Ég semsagt fékk þessa skemmtilegu hugmynd að panta herbergi á þessu hóteli sem maður horfir alltaf á þegar maður er á leiðinni á flugvöllinn, og ég get ekki sagt að ég sjái eftir því. Ég var í einum af þessum bilaðslega skemmtilegu flugum þar sem maður á að mæta á flugvöllinn klukkan 5 um morguninn, svo í staðinn fyrir að vakna EXTRA snemma, troða ofan í mig einhverjum banana og láta skutla mér uppá flugvöll á slíkum ósiðsamlegum tíma þáááá; Vaknaði ég, við tókum töskurnar okkar uppá flugvöllinn, tjékkuðum okkur inn, löbbuðum tilbaka á hótelið, borðuðum morgunmat, fór í sturtu og mætti örlítið ferskari (samt svo ekkert ferskur) í flugið mitt.

Þetta hótel fær mjög góða dóma frá mér! Very good.

hotel1

Eins og ég segi, ég hefði getað tekið dauðagönguna inná flugvöllinn og ekki verkjað í rassinn, þetta er það stutt frá.

hotel2

Voila!

hotel3

Þessi sáttur!

hotel4

.. þessi líka!

hotel5

Þar sem ég fékk bara mynd af bakinu á mér, kæróinn er svo ambisíus varðandi myndatökur sjáiði til, þá tók ég eina svona skitna speglamynd með tilheyrandi speglasvip og BILAÐSLEGA flott hár, voila!

EKKI SOFANDI OG HVAÐ ER AÐ FRÉTTA ..

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Frida

    18. January 2015

    ee ég held þetta sé besta hugmynd sem ég hef heyrt i langan tíma! Mun gera þetta næst :)

  2. Þóra Einars

    20. January 2015

    Snilli!!! x