fbpx

EKKI SOFANDI OG HVAÐ ER AÐ FRÉTTA ..

66°NorðurPERSONALTHOUGHTS

Aldeilis ekki sofandi. Ég veit ekki með ykkur, en ég er ekki búinn að geta komið mér í gömlu rútínuna sem ég var í fyrir jól. Þar sem ég naut þess að vera vaknaður á undan öllum og byrja daginn á því að hreyfa mig og allt svoleiðis næs. Ég hef ekki getað sofnað snemma, og hef einhvernveginn ekki tekist að rífa mig upp eldsnemma á morgnana. Ekki það að ég sé að fara drepa ykkur með einhverju tuði, en stundum finnst mér alltílagi að setjast niður og skrifa um eitthvað annað en “í dag gerði ég þetta blalala” æ þið vitið.

Skellum í punktablogg, sem ég hef ekki gert síðan ég var með blogg á blog.central.is, og það er ekkert grín. Punktablogg er tilvalið þegar maður á helst að vera sofnaður og safna orku, en er glaðvakandi og hausinn með.

  • Ég hef ákveðið að sækja um í nám, spurning um að jinxa það ekkert frekar, það er erfitt að komast inn og ef ég kemst inn verð ég ælandi sáttur. Tengist ljósmyndun og allskonar svoleiðis. 
  • Ég pantaði mér flug til Íslands í dag, ég mæti með látum í byrjun mars mánuðar og verð í góða viku. Ó ég hlakka til.
  • Ég veit að janúar er mega mikill “ég ætla að vera fit” mánuður, en það þýðir þó að líkamsræktirnar eru stútfullar, ég veit ekki með ykkur, en ég get ekki sagt að ég fýli það. Ég er bæði óþolinmóður og læt lítið fyrir mér fara í ræktinni, ég er allavega ekki gólandi og stynjandi þegar ég er að lyfta þessum lóðum og stöngum. 
  • Ég gerði engin áramótaheit, og gekk alveg bilaðslega chillaður inní nýja árið. Hef ákveðið að fljóta með straumnum þetta árið. Er það ekki nokkuð góð hugmynd? Ég er spenntur.
  • Ég er búinn að hugsa um fátt annað blómkál í staðinn fyrir hríshrjón í hrísgrjónaréttum og blómkál sem pizzabotn, einhver með reynslu af því?
  • Ég pantaði mér líka ferð til Parísar í maí og júní! Anskotans gleði .. 
  • Er ég að drepa ykkur úr leiðindum?

Ekkert mál, segjum’etta gott! Þegar ég settist niður var ég með stútfullan haus af einhverju ferlega skemmtilegu til að deila, það var ekki lengi að hverfa. Jæja, hér er þó update, stutt, kannski óspennandi, en hey!

 

Hér má sjá núverandi status í myndrænu formi ..

kvöldkvöld22

 

GGGGGLEEEEEÐIIIII!!!!

ÉG MÆLI MEÐ: THE NORMAL HEART

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anonymous

    16. January 2015

    ég reyndi að gera svona blómkálspizzu botn fyrir nokkru en það var aðalega sóun á blómkáli heheh….frekar ógeðslegt á bragðið:///

  2. Dagný sys

    18. January 2015

    Ísland í mars- like it !! Er Seyðisfjarðar-heimsókn inn í því plani? Manst að það er 1 árs afmæli í lok mars og svo páskarnir í kjölfarið…