Helgi Ómars

HERBERGIÐ MITT Í OSLÓ –

Ég verð eiginlega að sýna ykkur. Ég ákvað að vera einum degi lengur en hinir Ízlendingarnir en ég á vini í Osló sem mig langaði alveg ótrúlega að hitta og vera með. Ég er í algjöru love/hate sambandi við Airbnb, ég þoli það ekki því það er að gleyma miðbæinn minn í Reykjavík, en ég dýrka það annarsstaðar í heiminum þar sem ég get notað það. Æ þið vitið, pínu fucked. Haha.

EN! Ég fann þetta brjálaðslega fína herbergi í miðbæ Osló, en ég er með fáranlega blæti fyrir baðkörum, baðherbergjum og sturtum og inní þessu æðislega herbergi sem ég leigði, var hvorki meira né minna en stórt og vígarlegt BAÐKAR sem leit náttúrulega bara út eins og minispa. Ég gjörsamlega blóðmjólkaði þetta baðkar. Ég á ekki baðkar og heldur ekki mamma og pabbi heima á Seyðisfirði, SOOOO ..

Dóttir hostsins míns tók á móti mér og hún var til að vera alveg hreinskilin eiginlega bara drullu þurr, en hún muldraði einhverjar sögu um þennan vegg, en þetta eru víst mjög gamlir steinar og eitthvað historískir, meira man ég ekki. EN SJÁIÐ BAÐIÐ HELP ME THOR.

Þetta var algjöööör draumur, ég mundi leigja þetta herbergi bara til að fara aftur í baðið. Á einhver geggjað baðkar í Reykjavík sem ég get leigt? Let me know

Ég týmdi varla að sofa, hví sofa þegar ég gat verið í baði?

Mjög flott allt saman – góða helgi y’all!

Snap: helgiomars
Insta: helgiomarsson

NOKKRAR UPPÁHALDS FRÁ LAUGARSPA -

Skrifa Innlegg