fbpx

HEIMILIÐ MITT Í KÖBEN Í HÚS OG HÍBÝLI

HOMEPERSONAL

Súper skvís Þórunn Högna hafði samband við mig og vildi fá mig í eldsnöggt viðtal fyrir síðasta tölublað af Hús og Híbýli sem ég að sjálfssögðu játaði. Við fórum yfir nokkra hluti og staði í íbúðinni sem er svona smá uppáhalds. Ég og Kasper eru endalaust að breyta, og við erum pínu týpur sem vilja breyta um leið og eitthvað er tilbúið, sem er í rauninni ekki góður vani þannig séð.

Ég er nokkuð ánægður með íbúðina eins og hún er núna. Það er allt ný uppgert, veggirnir, gólfin, eldhúsið og allt svoleiðis svo það er ég mjög ánægður með. Ég fór yfir það í blaðinu hvað mér þykir mest vænt um þá hluti sem við höfum verið að kaupa í ferðalögunum okkar. Skúlptúr frá Berlín og svoleiðis. Mér þykir sagan bakvið gefa hlutunum brjálað gildi og meira segja smá væntumþyggju, svo ég setti nokkuð mikinn fókus á það. Endilega kíkið í blaðið og sjáið meira x

Sagan er svolítið fyndinn með þennan sófa, en ég var búinn að leita af nýjum sófa útum allt, fór í bókstaflega allar búðirnar í Kaupmannahöfn sem mögulega seldu sófa og aldrei fann ég þann rétta. Svo enduðum við í IKEA uppá tilviljun, og þá var þessi Söderhamn, nýýýýýkominn. Hann var kannski búinn að vera þarna í nokkra daga þegar við rákumst á hann, svo hann varð fyrir valinu.

Þetta er svo work station-ið mitt heima. Ég elska boxin frá By Lassen og á örugglega eftir að kaupa mér fullt af þeim í framtíðinni, finnst svo flott hversu stílhreinir þeir eru. Einnig er Gubi lampinn í miklu uppáhaldi, en ég vann hann á uppboði á Lautiz.com, elska hann.

Við pældum mikið í því hvernig við ættum að hengja hluti upp inní forstofu, en hún er ekkert rosalega breið, svo í rauninni snagar eða fatahengi kom ekki til greina. Þessir snagar frá By Lassen voru fullkomnir til að hengja mest notuðu jakkana hverju sinni. Þarna má sjá einn frá Acne Studios og Wood Wood.

Málverkið hef ég sýnt áður en ég ELSKA það. Það er frá Veru Hilmars, og mér líður eins og hún hafi málað þetta 100% fyrir mig. Ég tengi mikið við það og bara gjörsamlega elska það. Borðið er frá HAY, ljósið úr flóamarkaði.

Hér má sjá skúlptúrinn frá Berlín, sem er fyrsti skúlptúrinn minn og ég elska skúlptúra. Þennan fundum við á flóamarkaði og ég gjörsamlega elska hann.

Bækurnar mínar elska ég og á endalaust af bæði blöðum og bókum sem ég get sokkið mér ofaní.

.. ooog svo mynd af stráknum í lokin!

Ég get póstað viðtalinu og myndunum í heild sinni seinna – hér þó mest að sjá x

Snap: helgiomars
Instagram: helgiomarsson

H&M X Erdem tízkusýningin LA -

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1