fbpx

HEIMFERÐ OG LEIFSTÖÐVARKAUP

PERSONALSNYRTIVÖRUR

Ég hélt ég væri búinn að girða mig í brók varðandi bloggið.

Hérna megin er búið að vera nóg að gera! Búinn að vera fastur í stúdíó-i í myndatökum, flaug heim til Íslands í tökur og batterí-ið í tölvunni minni gaf sig, æ þið vitið. Ég er kominn aftur!

Annars er alltaf jafn ógeðslega næs að komast heim til Íslands. Þetta var hvorki meira né minna en áttunda skiptið sem ég kem heim til Íslands í ár. Tel það ansi gott!

Ferðin var þó aðeins fimm dagar, en náði sem betur fer að knúsa fólkið mitt og rúmlega það!

Processed with VSCO with b6 preset

 

Það er bara regla hjá mér, að ég flýg ekki í gallabuxum. Ég veit ekki hvað það er, ég er langur með langar fætur og ég nenni ekki að vera í þröngum gallabuxum og þröngu flugsæti. Ég var þó að fljúga með Icelandair og það er jú bara lúxus.

fly2

Processed with VSCO with a9 preset

 

Ég reyki ekki og drekk ekki, svo ég yfirleitt leyfi mér alltaf að kaupa eitthvað í Leifstöðinni þar sem ég gæti verið að kaupa vodka og karton af sígarettum. Þetta varð fyrir valinu!

Ég var reyndar bara að endurnýja shower-gelið, en ég keypti nýjan skrúbb sem ég hef ekki prófað áður. Mér finnst líka nýju pakkningarnar – geggjaðar – og nýti þær hreinlega til að gera nýja baðherbergið mitt enn fallegra.

Processed with VSCO with c2 preset

 

og greip svona með líka! Flott framtak hjá Blue Lagoon, 20% af sölunni rennur til baráttu krabbameins.

Næstu sex dagar verða konstant myndvinnsla – en ég reyni að láta vita af mér hérna!

TÆLAND - PARTUR 3 - BANGKOK & BARNAHEIMILI PALLA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Karen Lind

    27. October 2016

    Sammála með nýju umbúðirnar.. þú seldir mér þetta. Vissi ekki að þetta væri komið í nýjan búning!