fbpx

FYRSTU DAGARNIR Á BALI –

PERSONALTRAVELYNDISLEGT

Fjandinn hafi það. Bali er svo næs.

Við lentum seint að kvöldi rúmlega 23:00 og þar beið okkur pick up sem keyrði okkur í villuna sem við leigðum okkur í þrjár nætur. Hún var algjör draumur en hún var aðeins í burtu en við vorum með bílstjóra sem gat hent okkur á einn stað í downtown Ubud. Við höfðum hvorugir farið í naflann á Ubud, eða já semsagt miðbæinn og ég fékk smá svona “vó” – Ubud er líka túristastaður. Það var mikið af fólki og mikið af búðum og mörkuðum, sem var auðvitað gaman að heimsækja. Við höfðum bara aldrei séð Ubud svona. Þegar við ferðumst reynum við sem mest að vera eins autentískir og við getum. Við vorum sem betur fer með annan stað og svæði Ubud sem er gjörsamlega stórkostlegt sem við eigum eftir að fara í seinna í ferðinni.

Þessi staður var þó geggjaður, við gátum baðað okkur og sofið þar sem apar héngu/hengu/hengdu/wtf/ í trjánum og vorum með alveg ídíal jungle view, ef ég má sletta, fyrir utan.

Stór sundlaug, stökkpallur, þetta var mikill unaður. Það sem tekur við næst er svæði sem við þekkjum, þar sem við fengum að kynnast Ubud á mjög hráan og yndislegan hátt. Meira um það síðar –

Sundlaugin á svæðinu var gínormus og kom mér mjög á óvart. Hún var ekki einka en við meira en minna áttum hana útaf fyrir okkur á meðan við vorum á svæðinu. Algjör lúxus.

Þegar ég sá stökkpallinn froðufelldi ég næstum því. Ég tók ansi margar umferðir og Kasper tók núll.

Þetta var semsagt skrúfa. Hef átt betri lendingar.

Lítur allt út eins og hann hafi hoppað, hann gerði það ekki.

Sól og hrukkur.

Mesta beib lífs míns.

Endurtek.

Það er nóg að gera á Instagramminu í story – stökkvið þangað: @helgiomarsson

MÁLNINGIN KEYPT & KOMIN -

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    14. October 2018

    SVO fallegar myndir! njótið! x