fbpx

HÉR FANN ÉG BLISSIÐ –

ÍSLANDSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er í samstarfi með Bláa Lóninu 

Sjón er sögur ríkari er mjög góð setning, þá sérstaklega á öldinni sem við lifum í núna, og það á einnig svo sannarlega við þeirri upplifun sem ég átti í Blue Lagoon Retreat í vikunni. Ég skal alveg vera hreinskilinn að ég hafði hugmynd hvað um var að ræða þegar ég heyrði Retreat! Kannski nokkrir djúsí pottar og slökunarherbergi með aðgang í lónið. Ef við segjum að ég hafi búist við 100% þá tók á móti mér 250% –

Ég labbaði inní lobbý þar sem maður tók á móti mér og fylgdi mér inní göng sem var eins og stjörnubjartur himinn, mjög magískt og þá færðist rennihurð yfir í paradís. Ef ég las rétt, yfir 4000 fermetrar af pjúra “omg” – mér var fylgt inní mitt eigið herbergi þar sem voru Bláa Lóns skincare vörurnar, sturta á stærð við allt baðherbergið mitt hér í Vesturbrú og allt sem þú þarft til að gera þig ready fyrir upplifunina.

Spa-ið virðist endalaust þegar þau kynna þér fyrir því. Endalaus herbergi á borð við afslöppunarherbergi, maskaherbergi, herbergi fyrir hugleiðslu þar sem dropar falla á glerþakið fyrir ofan þig (hallóó), nest með útsýni og ég gæti haldið endalaust áfram. Aðgangur í einka Bláa Lón er svo sannarlega tilstaðar og þar – fann – ég – blissið. Ég ætla meira segja að fara svo langt að ég fékk bara svona euphoric maníska bliss tilfinningu. Ég var þarna seinni partinn og ég var einn í þessu lóni, eða allavega þeim parti lónsins og ég flaut þarna í myrkrinu og það ringdi ofan á mig og ég andaði bara inn og út í rúmlega klukkutíma. Ég gjörsamlega gleymdi mér og bara hvarf í þennan klukkutíma. Þetta er líka bara svo ótrúlega mögnuð tenging við náttúruna, stjörnubjartur himinn, lónið sjálft uppúr jörðinni, hraun allt um kring, rigning, þið vitið.

Í lokin er hægt að fara í ritúal, sem var einnig klikkuð upplifun. Þar sem skref fyrir skref þú færð líkamsdekur á allan líkamann, frá toppi til táar gott fólk.

Þetta er svo sannarlega fimm stjörnu spa, en það sem gerir þetta aðeins svona, mindblown, er í rauninni hvað náttúran spilar beint við spa-ið. Víbrasjon undir jörðinni til að byrja með, og svo öll þau stórfenglegu elementin sem gera, Bláa Lónið.

Það mátti alls ekki taka myndir þarna inni, en ég kýs ávalt að beygja reglurnar en ekki brjóta þær –

Ég gæti ekki mælt meira með –

NÝR ILMUR - ST PAULS BY FRAMA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    11. November 2019

    dreamyyyyyy!!!! x