Ég talaði við Sonju vinkonu um daginn og bað hana um að taka mig í smá einkaþjálfun í Crossfittinu og hjálpa mér að hafa smá umsjá og aga í öllu þessu. Ég hef áður verið í þjálfun hjá henni og verið að alveg sjúklega ánægður með það.
Hún opnaði á dögunum fitnet.is uppá nýtt, new and improved og ég verð að viðurkenna, að þetta er alveg sjúklega sniðugt hjá henni. Sonja er týpan sem keeps in real og það hentar mér persónulega ótrúlega mikið. Á Fitnet er fókus á árangur, ekki með málbandi, kílóum og fyrir og eftir myndum. Heldur árangri í styrk og andlegum líðan. Hún er svo oft búinn að reyna vera stappa þessu í hausinn á mér og á síðustu mánuðum er í fyrsta skipti sem ég fatta þetta almennilega. Ég ætlaði bara að vera hot og skorinn punktur, og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu oft ég gafst upp. Núna snýst mín hreyfing um að þetta sé sjúklega skemmtilegt og bætingar í lyftingum og læra tækni og koma sjálfum sér á óvart. Þar passa ég ótrúlega vel inní Fitnet.
Um leið og maður er kominn með aðgang er maður með aðgang að ýmsum prógrömmum, styktar, bodyweight, ásamt því að á hverjum degi kemur ný og ný æfing sem maður getur fylgt líka. Sem og Sonja er manni til halds og trausts sem einkaþjálfri líka.
Ég er mega spenntur fyrir þessu!
Mig langar sjúklega að leyfa einhverjum að prófa í samvinnu við Sonju, svo endilega látiði mig vita í komment hvort þið viljið prófa og þið fáið:
1x mánuður fjarþjálfun hjá Sonju
1x par af Stance sokkum
1x WODies
Tékkiði http://fitnet.is og https://www.instagram.com/fitnet_ og joinið okkur í #fitnet & #fitnetathletes
Góða helgi y’all!! xxx
Skrifa Innlegg