fbpx

CURRENTLY USING:

Vörur merktar stjörnu* eru eða hafa verið partur af samstarfi

Ég var í sturtu og fékk þessa hugmynd að gera færslu um það sem ég nota mest þessa dagana og vikurnar. Ég er svona týpan sem tek tarnir á hinum og þessum vörum. Fæ æði fyrir þessu, svo þessu og svo einnig varðandi árstíðir og svoleiðis. En ég elska að nota það sem ég á og sérstaklega taka smá tíma frá vinnu og öllu praktísku og bara gera eitthvað sem vekur svona vellíðunartilfinningu.

Mér datt í hug að sýna ykkur smá, sem ég nota meira og minna daglega. Samstarf eða ekki, þá er þetta sem ég get alveg ótrúlega einlægt mælt með –

*Þetta combó frá Skin Regimen, ég er bókstaflega kominn með bara blæti fyrir þessum vörum. Þetta eru semsagt húðvörur sem koma frá Davines þorpinu sem eru bara bestu hárvörur sem ég veit um, ásamt því að vera örugglega fremst heimsins í sjálfbærni og náttúrulegum innihaldsefnum.

Allavega, Hildur hjá Bpro sagði mér að ef ég þrifi ekki á mér húðina, þá skiptir þannig séð engu hvað ég set á hana varðandi virkni. Svo hvert einasta kvöld og flesta morgna þríf ég húðina. Á kvöldin set ég svo Night Detox á húðina –

Þetta combó er bara bókstaflega geggjað. Og sjáiði hvað þetta eru eitthvað fallegar vörur? Elska þetta shit.

Face & Body frá MAC. Þessa dollu keypti ég held ég árið 2014, semsagt fyrir 6 árum, ég á örugglega ekki að vera setja þetta framan í mig. Löngu útrunnið eflaust, hahaha. En þetta endist alveg ótrúlega lengi. Á dögum eins og núna í janúar, þá er eiginlega smá must fyrir mig að henda svona á augnsvæðið mitt þar sem það verður bara mjög dökkt á þessum veturmánuðum. Þetta er 80% vatn og aðlagast ótrúlega vel húðtóninum þínum, þekur ekkert þannig, frískar mann upp og gerir mann hæfan til birtingar í samfélagi mannanna. Mæli með fyrir alla, stráka og stelpur og kyn þar á milli! .. og nei, það sést ekkert að maður sé með smá meikup!

*BeoPlay E8 heyrnatólin, ég semsagt týndi hleðslusnúrunni fyrri part sumars og keypti loksins nýja og eiginlega svona kolféll fyrir þessum heyrnatólum aftur. Þau eru svo geggjuð, og svona fitta fullkomnlega í eyrað, og svo er noice cancelerið alveg uppá milljón ásamt því að ég hélt alltaf að ég þyrfti að taka þau úr eyranu. Þangað til að ég áttaði mig að fúnktionið að þegar þú ýtir á vinstri hlið (eða hægri, þekki ekki muninn) þá heyriru allt eins og þú værir ekki með neitt í eyranu. Alveg revúlútíonalt stuff! Er búinn að nota þau alveg ótrúlega mikið síðasta mánuðinn .. geggjuð græja. Fæst í Ormsson –

Shea Butter, skínandi hreint og organík Shea Butter frá Ghana, mjög mindful og fair trade að því sem ég hef lesið mig til um. Shea Butter er undraverk, húðin á mér er alltaf óþolandi, en þetta hefur hjálpað mér mikið gríðarlega mikið!! Ég svoleiðis mjaka þessu á mig eftir sturtu. Vatnið í Köben er fífl alltaf, en extra slæmt þegar það er kalt úti. Svo þetta hefur hentað hrikalega vel! Fæst í Body Shop

*Davines sjampó – Þessa dagana er ég bara með eitthvað brjálað æði fyrir Davines, er búinn að vera lesa svo mikið um stefnu þeirra og gildi. En ég kláraði nýverið annað sjampó frá þeim sem ég gjörsamlega elskaði. Þetta sjampó er fyrir trouble hársverði sem ég er svo sannarlega með. Þetta hafði alveg ótrúlega fljótt áhrif og eftir fyrsta þvott fann ég mun. Sjampóióð er svona kremað og froðast alveg mega vel, sem ég elska. Hrikalega gott!

Instagram: @helgiomarsson
Helgaspjallið á Apple Podcast

FRANK OCEAN ER NÝJA ANDLIT PRADA -

Skrifa Innlegg