fbpx

COMWELL HÓTEL AARHUS X HAY

DANMÖRK

Í fyrra gisti ég á hóteli í Aarhus sem heitir Comwell. Ég gerði mér engar vonir, heldur bara pantaði herbergi og ætlaði að fara sofa og vakna. Æ þið vitið, svona buisness trip hótel. Ég gjörsamlega féll fyrir þvi og ég elska fátt meira en hótel og vera á hótelum. Það fyrir mér er eitt af mikilvægustu faktorum þegar ég er að bóka frí þá eru það hótelin. Ég gjörsamlega – elska hótel.

Allavega, það kom svo skemmtilega á óvart þegar við fórum þangað í fyrra, að allt hótelið var hannað innahús af HAY, merki sem margir þekkja, enda fáranlega flott hönnun. Þetta hótel varð fljótt eitt af þessum hótelum sem greip mig alveg ótrúlega og ég vissi að ég ætlaði að bóka það aftur. Þar er líkamsrækt, buisness lounge og ýmislegt annað. Ég og Kasper fórum semsagt í smá langa helgarferð og Eurovision var á laugardeginum, svo við ákváðum að gera gott við okkur og bóka stærsta herbergið á hótelinu og því sjáum við ekki eftir. Við fengum panorama view yfir miðbæ Aarhus með geggjuðu útsýni. Við keyptum okkur sushi, nammi og horfðum á Eurovision. Einum of góð upplifun.

Þessar myndir voru reyndar teknar þegar við vorum að fara tékka út, en hey! Ég veit ekki hvað það er við þetta hótel, það er bara eitthvað fáranlega gott. Ég er búinn að bóka glæný herbergi í næstu ferð til Aarhus núna í júlí. Ég hlakka strax til!

Það væri drullu kúl, en það er ekkert spons hér.

.. OOOG GYMMIÐ MEÐ BIRGITTU LÍF!

Skrifa Innlegg