fbpx

BOMBAY

MATURPERSONALTRAVEL

Síðasta kvöldið á Koh Lipe fórum við á stað sem heitir Bombay og var með meðmæli uppá 3 besti staður á eyjunni. Það passaði algjörlega. Ég var búinn að steingleyma því hvað indverskur matur er góður, ég er búinn að vera svo húkt á tælenskum mat að ég hef ekki einu sinni smakkað á indverskum í mörg ár held ég bara.

Ekki nóg með það að maturinn var geggjaður, þá kokkur í eldhúsinu sem leit út eins og ætti að þrykkja honum á Prada tískupall á núll einni. Því miður var þetta fjölskyldurekinn veitingastaður, hann var kannski 18 – 19 ára, enginn vissi hversu hár hann var og var öllu gríni sleppt með andlit eins og það hafi verið skúlptúrerað, og al indverskur. Ég þyrfti að sannfæra Piergiorgio Del Moro með mér til Koh Lipe næst til að sannfæra drenginn um að vera súper star.

Við vorum mjög glaðir þetta kvöld, þó að myndirnar sýna það ekki. Við vorum bara ótrúlega djúpsteiktir eftir daginn og vorum að bíða eftir matnum akkúrat þarna. Þið sýnið því skilning, við erum mjög brosmildir, ég lofa.

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

SPORTLEGT SUMAR HJÁ 66°NORÐUR X SOULLAND -

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Halla

    19. March 2018

    Greinilega mjög svangir.