fbpx

BLEIKT SUMAR –

DANMÖRKMEN'S STYLEOUTFITPERSONALSTYLE

Ég hef aldrei verið mjög litprúður í klæðnaði, en hef alltaf langað til að færa mig þangað. Ég veit ekki alveg afhverju, en bara alltaf verið eittvað hræddur við það. Ég er hægt og rólega að þróa mig áfram í litunum, og ég er óhræddur við bláan í öllum tónum en hinir litirnir er ég að venjast. Ég keypti mína fyrstu grænu peysu í langan tíma um daginn og er mjög ánægður með hana. EN – það er einn litur sem ég er eiginlega ekkert hræddur við, og hef keypt þó nokkrar flíkur í gegum tíðina í þessum lit, og það er bleikur.

Ég veit ekki afhverju ég heillast meira að honum en öðrum litum. Ég er ótrúlegt en satt eiginlega ekkert feiminn við að ganga í bleikum þó að það sé frekar skær og áberandi litur. Reyndar er ég líka frekar mikið team appelsínugulur, en það er önnur saga.

Þessa peysu keypti ég í rauninni beint af tískupallinum hjá Samøe Samsøe og þessi peysa er sample frá þeim. Módelið okkar hjá Elite Oliver Thrane gekk í henni niður pallinn og ég vildi fá’ana.

Mjög ánægður með þessi kaup, áfram bleikt.

Buxurnar eru svo frá Dr. Denim Jeansmaker og er Snap týpan. Bestu buxur heimsins.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

SAM SMITH Í KÖBEN -

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð