BAMBUSHÚSIÐ Í FRUMSKÓGINUM –

Ég rakst á þetta hús þegar ég var að panta gistinguna í Bali og ég vissi að ég yrði að panta það. Ég er mjög öryggissinni og um er að ræða GALopið bambushús! Það var hægt að læsa herberginu, en þetta var jú bambushús, loftið opið og ef tígrisdýr mundi mæta og ætla að éta mig þá væri það alls ekki erfitt fyrir það. Ég yrði mennskt sushi á örstuttum tíma. Þetta er samt svolítið Bali, allt er mjög opið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef búið í húsi sem er opið. Af þeim upplýsingum sem ég hef fengið er Bali bara ótrúlega safe og þetta er mjög algengt.

Þetta hús var algjör upplifun. Útsýnið var eiginlega of geggjað til að bara taka það inn og átta sig á því. Ég sat tímunum saman og bara horfði út. Það eru svoleiðis augnablik sem maður á að njóta sem ég gerði. Töfrarnir á að gista í þessu húsi var algjörlega að það var ekkert auðveldara en að gera bókstaflega ekki neitt og bara vera. Án þess að vera upptekinn af símanum eða tölvunni eða klára eitt eða annað. Þetta var yndislegt.

Þetta var persónulega uppáhaldsstaðurinn minn í húsinu. Elskaði að liggja þarna.

Að vakna var heldur alls ekki slæmt – við reyndum alltaf að vakna extra snemma því morgnarnir á Bali eru engir líkir. Ég er ekki að grínast, það er eitthvað gjörsamlega geggjað við þá.

Mér fannst húsið alltaf svo flott þegar við komum að því á kvöldin. Eins og þið sjáið þá er engin hurð til að komast inní það. Bara sætar tröppur inní galopið húsið. Einu gestirnir sem við fengum samt voru bara tveir kettir og gekkó eðlur.

Inngangurinn, stofan uppi og svo eldhúsið á neðri hæðinni.

Stiginn niður –

Þetta var svo geggjað! Einstök upplifun –

Instagram: helgiomarsson

SÓLARVÖRNIN Á BALI - DAVINES

Skrifa Innlegg