fbpx

.. ÁRSINS 2016

PERSONAL

helgi2small

ÓÓKEI, ÉG BYRJAÐI AÐ SKRIFA SVONA FJÖGUR BLOGG UM ÁRIÐ OG ÞEIM VAR ÖLLUM HENT. Ég var næstum því búinn að drepa sjálfan mig um leiðindum. SVO! Ég pullaði þennan gæja. Ég skoðaði hana vinkonu mína Elísubetu Gunnars í leit af innblæstri. Ég fann ekki bara innblástur, heldur þennan fína sæta spurningalista sem ætla hreinlega að ræna. Ég biðst hér formlega höfund spurninganna á mbl.is og Elísubetu afsökunar.

Hápunkt­ur árs­ins?
Þeir eru þrír – Tælandsferðin í janúar með kæró, hún gerði stórkostlega hluti fyrir mig. Að vinna og kynnast crewinu sem vann að Falleg Íslensk heimili í sumar og Tælandsferðin með Palla. Hún var stórmögnuð.

Af­rek árs­ins?
Þau vöru mörg lítil, eflaust öll PR-in í Crossfittinu. Megi þau vera fleiri á nýju ári.

Skemmti­leg­ustu snapchat-ar­arn­ir á ár­inu að þínu mati?
Ég er ekki mikið að horfa á Snapchat. Eða er ekki nógu duglegur við það. Ef ég þyrfti að velja einhvern þá væri það Sólrún Diego og Binni Glee. Það er tvær manneskjur sem ég fæ bara svona, goootta’love’em. Annars horfi ég alltaf að Dagnýju systir, missi aldrei af því. Thaiboywhiteboy er að sjálfssögðu ómissandi líka.

Fyndn­asta atriði árs­ins?
Að eiga vinkonuna Tinnu Erlingsdóttir, því hún er heimsins fyndnasta manneskja.

Skrítn­asta upp­lif­un þín 2016?
Góð spurning! Ætli það hafi ekki verið að fá að horfa á fyrsta þáttinn af Falleg íslensk heimili. Það verður örugglega aldrei ekki skrýtið að horfa á sjálfan sig í sjónvarpi.

Upp­á­halds drykk­ur­inn þinn þetta árið?
Það er alveg klárlega íslenska vatnið. Og reyndar hyldeblomst. Damn það er svo gott.

Mest eldaði rétt­ur­inn í eld­hús­inu?
Ætli það sé ekki burrito. Það er mjög vinsæll réttur á mínu heimili. Allskonar útfærslur og skemmtilegar og flippaðar matargerðir notaðar. Ég reyndar geri þennan rétt mjög vel, gef mér það klapp á bakið.

Upp­á­halds­lagið þitt á ár­inu?
Það er einmitt þaaaað .. segjum:
Youniverse – Molly Sandén
Lay me down ft John Legend – Sam Smith
Berlin – RY X
og Treat you better & Mercy með Shawn Mendes

– já vinir, ég er þetta spennandi.

Upp­á­haldsnet­síðan þín?
Trendnet að sjálfssögðu.

Upp­á­halds­blogg­ar­inn?
Ég vil ekki gera uppá hér – en ég á þó uppáhalds. Dammdamm daaaaaaam.

Besta bók sem þú last á ár­inu?
Harry Potter and the Cursed Child.

Fal­leg­asta augna­blik árs­ins?
Þegar Palli besti vinur minn fann konu sem ól hann upp frá blautu barnsbeini á ættleiðingarheimili í Tælandi. Þau voru að hittast í fyrsta skipti í 22 ár. Tilfinningarnar tóku völdin hjá þessari yndislegu konu og það var alveg magnað augnablik. Annars þykir mér líka rosalega væntum þegar Sigrún, guðdóttir mín lá hjá mér, tæplega fimm mánaða og horfði á mig og brosti og sofnaði til skiptis.

Mest krefj­andi verk­efni árs­ins?
Sjálfsvinnan er krefjandi – og gefandi!

Þakk­læti árs­ins?
Listinn er ótrúlega langur. Þakklæti ársins eru hreinlega fólkið í kringum mig. Fjölskyldan. Vinirnir. Fólkið sem vinnur með mér hjá Elite. Fólkið hjá SKOT Productions, crewið í Falleg Íslensk Heimili, Eygló hjá MOOD og ég gæti haldið endalaust áfram. Ég er allavega þakklátur maður.

helgismall

Takk fyrir mig á gamla árinu kæru lesendur.

Knús og kærleikur –

helgi@trendnet.is

instagram: helgiomarsson
snap: helgiomars

 

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN .. PART 3

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Halla

    4. January 2017

    Megi nýja árið verða þér og þínum gæfuríkt.
    Kveðja Halla