fbpx

AÐ EIGA HVOLP ..

DANMÖRKNOELPERSONAL

Sætt? Algjörlega. Krúttlegt? Á hverjum degi. Krefjandi? Mjög svo ..

Þetta er sirka svona. Morgnarnir byrja þegar hann fer út að pissa kl 05:30 þá er hann vaknaður og finnst lífið bilaðslega skemmtilegt. Sem það að sjálfssögðu er. Ég reyni að róa hann niður og þið vitið, kannski ná klukkutíma í viðbót og svo vill hann leika. Það er jú mjög gaman að leika, Kasper er svona bestur á morgunvöktum. Ég tek svo hádegisvaktina og svona leiðis hjóla eins og elding heim og sinna öllum hans þörfum, út að þið vitið ef það bíður mín ekki á gólfinu, leika, vera bitinn, róa niður og svo aftur í vinnuna. Hann bítur, endalaust. Hvað sem er. Plönturnar mínar, þær líta núna allar út eins og ég hafi kveikt á orf og farið að slá inní íbúðinni. Hann bítur mikið putta og hendur og buxur og tær og sokka. Hann er með mótþróa á háu stigi. Allar þær reglur sem við eigum að fylgja og FYLGJUM það tekst honum einhvernveginn að snúa yfir í eitthvað allt annað. Við elskum hann alveg fáranlega mikið og erum að leggja svo hart af okkur að aga þennan litla rassgatakrúttprins til. Við vitum að þetta kemur allt með tímanum og við erum að njóta okkur eins vel og við getum á meðan hann er svona lítill og öfga-sætur. Ég er búinn að setjast niður og skæla yfir hvað hann er erfiður og krefjandi á tímabili, en þetta er allt þess virði. Ég finn það hjá mér. Mér alveg dauðkvíður að fara í burtu frá honum yfir jól og ég sakna hans þegar ég sef.

Þessar myndir náðust af okkur í gær sem lýsir öllu þessu nokkuð vel:

Mjög sætur og friðsæll .. svo varð hann pirraður og ég set hann niður aftur ..

Það fyrsta sem hann gerir þegar ég set hann niður er að taka einn stóran tjúnk af plöntunni minni sem er þarna fyrir aftan sem ég ætla mér þá að sækja í kjaftinn á honum nema hvað að elsku litli drengurinn minn rekur tennurnar eins fast og hann getur í holdið á mér og neitar að sleppa. Svo þetta er alveg 140% ekki uppsett.

Þetta fer allt á réttann farveg áður en við vitum af!

PS: Einnig tekur hann upp allan minn tíma – ég á að vera löngu búinn að blogga alveg eins og vindurinn. Sorry, ég verð duglegri!

Peysan er frá 66°Norður

NÝR FJÖLSKYLDUMEÐLIMUR -

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnarsdóttir

    17. December 2018

    öðurhlutverkið er krefjandi en ástin svo sterk <3 þið tveir eruð það sætasta sem til er!!
    … og flott peysa.