Helgi Ómars

5 ÁRA HELGAR-GETAWAY

PERSONALTRAVEL

Ég og maðurinn minn höfum verið saman í fimm ár og í tilefni þess ákváðum við að henda okkur til Malmö í smá get-away sem er bara brjálaðslega mikilvægt ef þið spyrjið mig. Að komast í burtu frá umhverfinu sem hverdagurinn ræður ríkjum og hlamma sér á eitthvað hótel. Mér finnst alltaf jafn fáranlega steikt að það sé hægt að fara í tuttugu mínútna lest og endað í Svíþjóð. Við nýttum okkur þetta allavega þessa helgina og ég kom gjörsamlega endurnærður heim.

Í Malmö er Titanic safn, og við eigum það báðir sameiginlegt að vera miklir áhugamenn og ég dáleiðist af öllu sem hefur sögu að geyma. Þetta safn var undantekning og mér fannst það eiginlega magnað. Maður fékk heyrnatól og einhvern lítinn kubb til að rölta í gegnum safnið með, og sögurnar og munirnir og allt sem þarna var til sýnis var gjörsamlega ‘ mindblowing ‘.

Klassísk mynd yfir brúnna –

Sæti daninn minn

Inná safninu mátti – ALLS EKKI – taka myndir, svo allar myndir er ég svo mikið að stelast og pínu hræddur að einhver mundi toga í hárið á mér.

En þetta er semsagt first class gangurinn, og málið er að þú ert með tónlistina í eyrunum líka og rödd og ég er að segja ykkur það, ég fékk gæsahúð í lifrina, þetta var hálf geggjað.

Eins og skipið lítur út í dag á hafsbotninum –

Æ sorry þetta eru hálf-glataðar myndir, en það voru svona vaktakrakkar útum allt að stoppa fólk að taka myndir. Sorry með’etta!

THE ONE AND ONLY dragtin sem Kate Winslet var í – það voru gerðar tvær af öllu sem þau voru í. En þessi dragt sem við sjáum þarna var sú sem hún hellti kaffi yfir, og þeir kaffiblettir voru þarna neðst niðri, samt eitthvað búið að skrúbba. Fannst það frekar fyndið.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars 

 

HERBERGIÐ MITT Í OSLÓ -

Skrifa Innlegg