Helgi Ómars

26 ÁRA GLEÐIN –

ÍSLANDPERSONAL

Ég var nýorðinn tuttugu og eins árs þegar ég byrjaði á Trendnet. Í dag, er ég tuttugu og sex ára. Leyfum þessu aðeins að sinka inn. Ókei. Ég er semsagt nær þrítugu en tvítugu. Ég er samt góður, ég lofa. Ég fríkaði út þegar ég var 25, fannst ég vera fá hrukkur og allskonar meira skemmtilegt. En ég held ég ætli hér með bara að fagna hverju ári núna á komandi árum. Það eru ekki allir svona heppnir að fá að eldast heilbrigðir og með gott fólk í kringum sig.

Talandi um gott fólk í kringum mig, þá lenti afmælisdagurinn á laugardegi, og fallegasta og besta fólk í lífinu kom og fagnaði með mér. Þar var í boðinu ekkert nema gæðadrykkir og gæðafólk og ég er svo ótrúlega þakklátur.

Ég veit ekki hvort þið hafið smakkað þetta en þetta er án djóks brilliant, og þetta bókstaflega hvarf út kvöldið. Held að sumir hafi borðað flöskuna líka.

Ofur good stuff.

Palli, hann var director, pródúser, special effects og PA í þessari gleði –

Blanc bjórinn, hvarf líka, ekkert eftir.

Þessi bjór er að fara sigurför um Danmörku allavega, svo mér fannst geggjað að hafa svona í gleðinni. Lífrænn, léttur og drullugóður –

Ísmaðurinn reddaði mér ís, takk Ísmaður, þú rokkar!

Bestu mamma & pabbi x

Þessi stórkostlega shit –

Gleðin að hitta þessa var næstum því yfirgnæfandi!

Ef ég bara gæti deilt því með ykkur hvað Jóhanna vinkona kom með handa mér – það er svakalegt!

Þessi er mér ótrúlega mikilvægur – besti Palli minn!

Erna okkar sem við söknuð öll hér á Trendnet – er ekki kominn til að gera undirskriftalista og fá hana aftur?

<3

Samansafn af fallegasta fólki á Íslandi –

Dagbjört vinkona var svo frábær að taka allskonar polaroids og í lok kvöldsins gaf mér svo. Ég er enn hálf feiminn hvað þetta var fallega gert af henni.

<3

Hófí mín –

Þetta voru myndirnar í bili! Meira seinna x

Ég er alveg einstaklega þakklátur, takk fyrir mig!

Takk Erna Hrund fyrir hjálpina <3
Takk Palli!
Takk Donna!
Takk Dísa World Class fyrir allt!
Takk allir sem komuð <3 
Takk takk takk takk! 

COMWELL HÓTEL AARHUS X HAY

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Erna Hrund

    7. June 2017

    Ég bíð bara spennt eftir undirskriftarlistanum haha! Takk fyrir falleg orð ást og fyrir endalausa gleði, hlátur og dansinn – skemmti mér konunglega!