fbpx

YSL VESKI FYRIR ÞIG?

INSTAGRAM

English Version Below

Trendnet stendur fyrir Instagram leik þessa dagana sem ég er engan veginn að standast!! Mig hefur sjaldan langað jafn mikið að taka þátt og í þetta skiptið. Held ég þori samt ekki að láta mig vinna þennan leik eftir siðferðis-partý síðustu viku í íslenskum stjórnmálum.

Leikurinn er unnin í samstarfi við Elnett á Íslandi og aðalvinningurinn er Yves Saint Laurent taska (!) að andvirði 130.000 kr. Ég nota sjálf þetta hárlakk og finnst því algjör synd að geta ekki tekið þátt. Ég hvet ykkur endilega til að setja inn mynd … það verður þess virði.

Taskan er algjör IT fylgihlutur þessa dagana og þegar ég skrifa nafnið á Pinterest kermur upp endalaust af götutísku sem sýna hana á fallegan hátt. Ég tók nokkrar vel valdar saman hér að neðan. Einfaldleikinn og gæðin gera hana að framtíðareign. Algjör draumur.

 

 

Laaaangar …

Sýndu okkur það sem er ómissandi í þinni tösku … Flottasta myndin verður valin og fær hún tösku frá YSL að andvirði 130.000kr ásamt L’Oreal gjafapoka. Þetta er veglegt, og svakalega skemmtilegt!!

Hér sjáið þið leikreglurnar:

elnett_840x160 (1)

//

Check out our Instagram contest on Trendnet in corporation with Elnett hairspray. You have to share with us photo of what you always have in your handbag with the hashtags #trendnet & #elnett. The first price is YSL handbag along with L’Oreal giftbag !!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

BLÁR APRÍL - BLÁ KAUP

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Dagný

    8. April 2016

    Vá ekkert smá veglegur vinningur ! en ég er að spá hversu lengi hann varir, það er að segja hvenær þarf maður að vera búin að setja inn mynd og hvenær verður dregið út ? :)

    • Elísabet Gunnars

      8. April 2016

      Góð spurning :) .. Fyrsti vinningur verður dreginn út á sunnudag og annar í næstu viku. Aðalvinningur fer í loftið 17 apríl, á sunnudaginn eftir viku.

  2. Lísa

    8. April 2016

    Er metta sem sagt instagram leikur? Ef svo er, þarf þaður að vera með instagram opið (sem sagt ekki stillt á privat) til að taka þátt?

    • Elísabet Gunnars

      8. April 2016

      Ég held að það sé alltaf þannig. Að það þurfi að vera opið.

  3. Sara

    9. April 2016

    Bara að minna á lögin um auglýsingar. Það þarf að koma fram efst í færslunni að um auglýsingu sé að ræða til að blekkja ekki lesendur ;)

    • Helgi Omars

      9. April 2016

      Dreptu mig ekki, það kemur skýrt fram í færslunni að leikurinn er unninn í samvinnu við fyrirtæki. Efst uppi eða ekki. Hættiði svona rugli.

    • Elísabet Gunnars

      9. April 2016

      Sæl Sara .. Takk fyrir áminninguna.

      Vefsíðan okkar, Trendnet, stendur fyrir þessum Instagram leik sem ég minni lesendur á í færslunni. Ég er aðalega að segja frá því hvað ég er bilaðslega hrifin af aðalvinningnum. Ég held að ég sé ekki að blekkja neinn og það komi bersýnilega fram um hvað málið snýst. Ég reyndar nefni líka að leikurinn sé unninn með Elnett á Íslandi, það kemur fram í einum af fyrstu málsgreinum bloggins.

      Það má síðan setja ákveðið spurningamerki við um hvort lög um auglýsingar eigi við um blogg eður ei. Lögin eiga við um ritstýrða vefmiðla, sem Trendnet fellur ekki undir. Ég er þó algjörlega sammála um að sýna eigi heiðarleika gagnvart lesendum og verður hver bloggari að finna sína leið í þeim efnum. Trendnet hefur frá stofnun lagt mikla áherslu á traust og fagmennsku og kaup á færslum er ekki ein af auglýsingaleiðum miðilsins.