fbpx

VINTAGE GUCCI

SHOP

Ég er mjög ánægð með ný kaup sem ég gerði í Köben einn ágætan föstudag fyrir stuttu. Um er að ræða þetta fína GUCCI veski (töskupoki) sem er vintage fjársjóður sem aðeins var í sölu í versluninni (á Strikinu) þessa helgina – heppnin því með mér. Ég elska að leita uppi hönnunar fjársjóði í vintage búðum en þar er maður aldrei 100% á að um ekta sé að ræða, það var ekkert vafaatriði að þessu sinni.

Og þar sem ég er byrjuð að blogga um Gucci þá finnst mér við hæfi að koma inná mikilvægan punkt. Mér finnst ótrúlegt hvernig það er orðið venjulegur hlutur í dag að ungar stúlkur kaupa þessar rándýru merkjatöskur, kannski fyrir fleiri hundruð þúsund. Ég hef ekki enn náð að réttlæta svona kaup fyrir mér þó ég eigi vissulega merkjavörur sem mér þykir vænt um – allt eru það þó gjafir eða flíkur/fylgihlutir sem ég hef svo sannarlega safnað mér fyrir til lengri tíma. Það er líka skemmtilegt að fara  ódýrari leiði eins og ég nefni hér að ofan. Mitt tips til ykkar sem fjárfestið í veski (þetta er jú fjárfesting og fellur lítið í verði) er að kaupa tímalausa klassík sem barnabörnin ykkar verða ánægð með síðar meir. En aðal málið er að eiga fyrir kaupunum hverju sinni og ég segi það ekki nógu oft við ykkur lesendur mína – 500.000 króna Gucci taska er ekki musthave þó “allir” eigi slíka á samskiptamiðlum :)

Ég er voða ánægð með þennan lúxus poka frá Gucci að sinni ..

//

My favorite item these days is this Gucci vintage bag from the Gucci store in Copenhagen. They had some VIP sale which I sneaked into some weeks ago where I found this treasure for a really fair price.

Fallegt í Åhus í gær .. // Beautiful Åhus.


Gervi pels: H&M

Veski: Gucci

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUNDAYS ..

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Hildur María

    6. March 2018

    Vá ótrúlega mikilvægur punktur! Ég undra mig einmitt alltaf á þessu, hvernig að mörghundruð þúsund króna veski eru orðin almenningseign. Frábært hjá þér að skrifa um þetta, sérstaklega til ungra stúlkna sem mögulega halda að þetta sé eðlilegt?? Takk!

    • Elísabet Gunnars

      6. March 2018

      Takk Hildur! Það virðast margir vera á sama máli (inboxið mitt er að fyllast) og mikið er ég glöð að það sé staðan. Auðvitað á þetta að vera uppi á borðinu – venjuleg ung skólastúlka hefur ekki efni á að taka þátt í svona trendi og það á ekki að vera pressa á henni að hugsa út í að það sé staðan.

  2. AndreA

    6. March 2018

    Flott er hún <3
    Og mikið er ég sammála þessum skrifum.
    Til hamingju með hana ( er það ekki við hæfi:))

  3. Halldóra Víðisdóttir

    6. March 2018

    Takk Elísabet!