fbpx

VETRARHEIMSÓKN TIL ANITU HIRLEKAR

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við Anitu Hirlekar

Það var ótrúlega skemmtilegt að heimsækja hina hæfileikaríku og yndislegu Anitu Hirlekar í Kiosk fyrr í haust. Tilefnið var nýja vetrarlínan, sem þá var ekki komin í sölu, en Trendnet sagði ítarlega frá henni HÉR á dögunum. Línan inniheldur kvenlega og litríka blómakjóla í anda Anítu, hver öðrum fallegri. Ég leyfi myndunum að tala sínu máli.

Silki blússa í léttu efni sem krumpast ekki – yfir buxur við strigaskó eða hæla þegar fínni tilefni.
Emi silk blouse, fæst: HÉR

Ég persónulega elska þennan og finnst frábært að Aníta velji svona bleikan lit í vetrarlínu sína. Ég myndi para hann við dökkbrúna tóna.
Malia dress, fæst: HÉR

Allt er vænt sem vel er grænt.
Alina dress, fæst: HÉR

Nýtt snið sem ég kunni strax vel við. Hálsmálið býður upp á svo marga möguleika.
Holly dress, fæst: HÉR

Kannast eflaust margir við þennan eftir að ég klæddist svipuðum í byrjun sumars?
Linsa dress, fæst: HÉR

Hvítur með svörtum blómum?
Kaja dress, fæst: HÉR

Allar flíkurnar eru hannaðar og framleiddar frá A-Ö á Íslandi. Þið getið skoðað línuna í heild sinni á heimasíðu Anítu – eða fylgt henni á Instagram HÉR. Aníta er ein af þeim íslensku hönnuðum sem selja vörur sínar í nýrrri og fallegri verslun KIOSK REYKJAVÍK sem staðsett er á Grandagarði 35.

Happy shopping.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

JÓHANNA GUÐRÚN GEFUR ÚT JÓLAPLÖTU: LÖNGU LIÐNIR DAGAR GEFUR HLÝJU Í HJARTAÐ

Skrifa Innlegg