English Version Below
Ég er búin að ætla að byrja á allskonar bloggfærslum en kem mér ekki í gang. Þegar ég leita eftir innblæstri eða ætla að komast í að skrifa línur við þá pósta sem eru í drafts hjá mér þá er mér það ómögulegt. Leiðin liggur alltaf yfir á íslenskar fréttasíður þar sem ég refresha eftir góðum fréttum af þessu hrikalega máli sem nú stendur yfir á Íslandi. Hugur minn er hjá Birnu og hennar fólki. Maður er svo hjálparlaus í svona stóru glæpamáli – eina sem við getum gert er að senda strauma að allt fari vel að lokum og mikið sem ég held í þá von.
Útsýnið er notalegt, hér heima með tölvuna í fanginu.
Það er mikið af nýjum hlutum á myndunum. Borðið, sem er frá HAY, keyptum við fyrir jólin eftir miklar vangaveltur hvað myndi henta best fyrir framan draumasófann. Þó ótrúlegt megi virðast þá er hringborðið keypt í Netto hér í Svíþjóð (já, matvörubúðinni) og kostaði klink.
Loksins varð BLÆTI mitt og sjáið hversu fallega það passar á borðið. Þetta eru reyndar þrjár fallegar bækur og ég skiptist á að hafa ANDLIT eða BLÆTI efsta – báðar íslenskar og komu út fyrir jólin.
Skórnir eru frá Vagabond og ég fékk þá í Kaupfélaginu á útsölu í Smáralind á dögunum. Fyrir nokkrum árum átti ég alveg eins skó en þetta er snið sem Vagabond gerir aftur og aftur enda fínir með meiru. Yfirleitt klæðist ég ekki lakkskóm inni en ég er að reyna að ganga þá aðeins til svo ég geti notað þá meira.
Kveikjum á kertum við öll tækifæri þessa dagana. Kertastjakarnir heita Alba (sem létu mig langa í þá) og eru frá Finnsdottir, eins og blómavasinn. Ég fékk mína í jólagjöf fyrir nokkrum árum en þeir fást ennþá í Snúrunni.
Styrkur og orka yfir hafið frá mér. Starf lögreglunnar og samstaða Íslendinga veitir mér innblástur en pössum okkur í æsifréttamennskunni og hvernig við ræðum málið þessu litla landi. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
//
Working from home today. This is my view. The table is new from HAY and these books as well – Icelandic BLÆTI is an fashion/art book that came out right before Christmas – I recommend it. The shoes are from Vagabond.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg