fbpx

ÚTSÝNIÐ

DAGSINSLÍFIÐ

Útsýnið … annað kvöldið í röð er þetta:
Súkkulaðihúðuð jarðaber, kaffisopi og uppáhalda þættir í heiminum, Sex and The City. 

photo

Þeir sem þekkja mig vel vita að það er mjög sjaldgæft að ég gefi mér tíma í þáttaáhorf.
Möguleg ástæða fyrir því að ég breyti útaf vananum er heilsufarið sem hefur ekki verið uppá 100 síðustu vikuna. Eins gott að nýta kvöldið vel í svona dásemd. Ég er nefnilega eiginlega alveg orðin frísk og því ekki hægt að nota þá ástæðu aftur annaðkvöld. Æjæj. ;)

Annars bregðast þær mér aldrei. Vinkona mín hún Carrie og hinar þrjár – enginn þáttur sem toppar þær!
Fyrir ykkur sem fylgdust alltaf með þáttunum “í gamla daga” þá mæli ég með að þið prufið að horfa á þá aftur núna. Upplifunin verður svo allt öðruvísi(betri) þegar maður er orðin fullorðnari, allavega fyrir mína parta.

Njótið kvöldsins.
xx,-EG-.

NYFW: HARPER BECKHAM STAL ATHYGLINNI

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  10. February 2014

  Ég elska elska elska SATC!! Get horft endalaust á þá:)
  Láttu þér batna!

 2. Helgi Omars

  11. February 2014

  Mest kosy mynd sem eg hef sed! <3

 3. Adda Soffía

  11. February 2014

  nei, það er sko fátt sem toppar þessa þætti, ef eitthvað. einmitt svo gaman að horfa á þá aftur núna, sérstaklega elstu seríuna og sja hvað tískan er komin í hring