fbpx

NYFW: HARPER BECKHAM STAL ATHYGLINNI

FASHIONFASHION WEEKFASHIONISTAFÓLK

Tískuvikan í New York stendur nú yfir og ég hef reynt að fylgja henni eftir.
Sýning Victoriu Beckham fór fram í dag og biðu eflaust margir spenntir enda englands drottningin löngu búin að stimpla sig inn í hátískuna með góðu gengi síðustu misseri. Persónulega var ég ekkert endilega spenntust fyrir nýjustu fatalínunni og til að vera hreinskilin, þá var ég meira spennt að vita hvort dásemdar dúllan hún Harper Beckham yrði á staðnum eins og ógleymanlega í fyrra: HÉR
Sú var raunin og í þetta skiptið mætti stórfjölskyldan til að standa sem þéttast við bakið á móðurinni.

 

rs_634x1024-140209120624-634.David-Beckham-Harper-Beckham-NYFW.jl.020914

Dásamlegt móment. Bora eftir gulli? Hún er jú bara barn.

rs_1024x759-140209124941-1024.David-Harper-Romeo-Cruz-Brooklyn-Selfie.jl.020914

Fræga fólkið tekur líka “selfie”. Hér fáum við það staðfest.

rs_1024x759-140209124944-1024.David-Harper-Romeo-Cruz-Brooklyn.jl.020914
Sést glitta í ritstýruna Anna Wintour sem sat þeim við hlið.
_

Ætli þetta verði raunin. Að ég(og örugglega fleiri) bíði spennt eftir vitlausum tískumómentum þegar Victoria sýnir línur sínar?
Það er auðvitað fyrirfram vitað að ef Beckham fjölskyldan mætir á staðinn þá er allavega komið fyrsta umfjöllunarefni fyrir fréttirnar. Viðskiptavitið er alltaf á sínum stað þar á bæ. Sama hvernig línan heppnaðist þá eru þau alltaf sæt og save. Ég varð allavega ekki fyrir vonbrigðum í þetta skiptið.

Haustlínuna(sem kannski fleiri eru spenntari fyrir?) sjáiði: HÉR

xx,-EG-.

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

Skrifa Innlegg