fbpx

TÝNDAR STÚLKUR

LÍFIÐ

10721455_10152441974032568_394109413_n

Oktober er bleikur mánuður. En í síðustu viku hófst árleg sala á bleiku slaufunni hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Þessa dagana keyra þau á frábæra auglýsingaherferð sem ég mæli með að þið horfið allar á. En þar leita þau af týndum stúlkum sem ekki hafa mætt í leghálsskoðun. Ég tók auglýsingarnar sérstaklega til mín en ég var nefnilega ein af þessum týndu stúlkum þangað til fyrir helgi þegar ég lét loksins verða að því að fara í skoðun. Viti menn, það var ekkert mál og mér leið rosalega vel á eftir.
Það fækkar sífellt þeim konum sem mæta í leghálskrabbameinsleit og er það ein helsta ógn við þann frábæra árangur sem náðst hefur í baráttunni við þennan sjúkdóm.

Ég veit ekki hvaða ástæða liggur að baki þess að mæta ekki í skoðun þegar við fáum miðann heim. Í mínu tilviki var ég svo rosalega busy (hélt það) þegar ég fékk miðann heim, stuttu síðar fluttist ég af landi brott og í framhaldinu hugsaði lítið um þetta. Sem ég auðvitað skammast mín fyrir að segja “upphátt.”

DSCF4552

10721032_10152441991292568_48787130_n

Sjáið þið hvað ég er fín í dressi dagsins hér fyrir ofan ; ) en þetta er frá því á föstudaginn þegar ég fór í leghálsskoðun. Mér fannst frábært að fá svona hreinan slopp sem liggur undir manni á meðan maður er skoðaður. Gefur manni staðfestingu á hreinlæti sem er svo mikilvægt á svona stofnun.

Takk fyrir mig Krabbameinsfélag Íslands og þið vinalega starfsfólk sem þar tók á móti mér. Mikið er ég glöð að þið funduð mig.

Átt þú eftir að fara? HÉR getur þú pantað tíma. Elsku stúlkur leyfið þeim að finna ykkur líka.

Það eru nokkrar búnar að spyrja mig út í bleika rammann á efstu myndinni í póstinum. HÉR getum við hjálpast að við að deila boðskapnum.

xx,-EG-.

DRESS

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Andrea

    6. October 2014

    Sammála Ernu …. Gott að þú sért fundin :)
    Vonandi finnum við sem flestar :)

  2. Pattra S.

    6. October 2014

    Almáttugur ég er týndust í þessum málum, skammast mín!
    En veistu hvað.. fór rakleiðis og pantaði mér tíma eftir ég las þennan póst kæra vinkona svo takk fyrir áminninguna :*

    • Elísabet Gunnars

      6. October 2014

      En frábært að heyra það elsku Pattra <3
      Já, vonandi finnast sem flestar!

  3. Karen Andrea

    6. October 2014

    Pantaði um leið og ég las þetta, góð áminning :)

  4. Bára

    7. October 2014

    Þörf áminning !! Líka gott að vinkonur passi upp á hvor aðra og minni á að panta tíma í skoðun.
    Það er hægt að biðja sérstaklega um að fá konu eða karl til að skoða sig ef það er eitthvað sem maður hefur skoðun á og svo tekur þetta ekki nema kannski 2 mínútur.

    Ég er svo þakklát fyrir þessa leitarstöð því ég er ein af þeim sem greindist með frumubreytingar og það var fylgst með mér af þessu góða fólki og gripið inní þegar þess var þörf ! ….þori ekki að hugsa út í hvernig þetta hefði endað ef ég hefði ekki farið í skoðun.