fbpx

TREND: LOW BUNS

TREND

Stundum þegar maður nennir ekki að eiga við hárið þá er voða gott að henda því í snúlla. Ég hef verið ansi dugleg við það í gegnum tíðina – kannski einum of. En þar verður engin breyting á … nema kannski hvernig snúlla um ræðir.
Áður fyrr tók ég hárið alltaf upp á höfuðið en uppá síðkastið hef ég reynt að breyta til og held honum lægra – í einskonar low bun.

Persónulega vil ég hafa hann sem mest lausan … helst þannig að hárið virðist úfið.

10744823_10152507228067568_966172315_nphoto 310744848_10152507225142568_110996130_n10749516_10152508101467568_2037110092_n

Ég er farin að sjá snúllann útum allt og því örugglega hárgreiðsla sem hægt er að flokka undir “haust trend”. Hér að neðan fáum við nokkrar hugmyndir sem sýna að snúllinn þarf ekki bara að vera settur upp “í flýti” eins og ég á til. Hann lúkkar líka mjög vel við fínni tilefni. Kannski þarf maður bara að æfa sig betur …

Sitt sýnist hverjum.

 xx,-EG-.

ORÐ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    5. November 2014

    Mjög næs… ég er með hárið vandræðalega oft í snúlla, held það hafi ekki einu sinni fengið að vera slegið eftir að lilli kom í heiminn haha:)