Haustið hefur loksins ákveðið að staldra lengur við, örugglega komið til að vera í þetta skiptið. Við fögnum því með hlýrri klæðum. Ég var reyndar löngu komin í þennan gír sem fylgir rútínunni eftir sumarið og síðustu vikur hef ég verið vafin inn í köflótta trefilinn minn/teppið mitt með heitt kaffi við hönd – núna verður sá gír tekinn uppá næsta level. Meira leyfilegt þegar hitamælirinn er hættur að sýna tvær tölur.
Jónsson heimsótti klakann um daginn án úlpu eða almennt nægilega hlýjum fatnaði fyrir mínus gráðurnar sem hann fékk (ekki sniðugt það). Fjárfest var í þessum fína trefli sem er úr 100% ull en samt mjúkur og góður. Ég hef fengið hann ansi oft lánaðann frá því að maðurinn lenti aftur í heimalandinu – hans er mitt og mitt er hans … í þau fáu skipti sem það gengur upp.
Frá: Selected Homme
Í síðustu heimsókn minni til Íslands var þessi utan um hálsinn á mér næstum því uppá dag. En ég fékk mikið af fyrirspurnum um hann og seldi hann eiginlega utan af mér í orðsins fyllstu. Góð kaup (!) miðað við hvað hann hefur verið notaður mikið.
Frá: Lindex
Góða helgi – enn eina ferðina. Þessi verður sérstaklega góð á Íslandi – Góða skemmtun!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg