fbpx

SUNDAYS: ÞEGAR ÓVEÐUR BREYTTIST Í LÚXUS STEFNUMÓT

BEAUTYSAMSTARF

Færslan er unnin í samstarfi við Bláa Lónið.

Sundays  ..

Óveður breyttist í lúxus stefnumót þegar ég þurfti hvað mest á því að halda. Um var að ræða boð í betri stofuna hjá Bláa Lóninu sem er besta SPA sem ég hef upplifað, segi ég og skrifa án þess að hika.

Gunni átti flug heim til Danmerkur í hádeginu þennan sunnudaginn og ég var búin að vinna yfir mig vikuna á undan. Ég gat ómögulega neitað því að fá að prufa Retreat Spa og pantaði því eldsnemma á sunnudagsmorgni með það í huga að Gunni myndi ná með mér í dekrið áður en ég þyrfti að skutla honum upp á flugvöll. Maður kaupir einn klefa og því geta tveir deilt kostnaði sem munar þegar farið er í svona dekur.

Það var lán í óláni að fluginu hans seinkaði og við gátum átt afslöppun án þess að fylgjast of mikið með tímanum, takk veðurguðir (og Icelandair) fyrir það!

 

 

Bláa Lónið hóf sölu á nýrri náttúrulegri andlitsolíu um miðjan mánuðinn og ég var svo heppin að fá að vera ein af þeim sem fékk sérstaka kynningu frá lyfjafræðingnum Ásu Brynjólfsdótturr, rannsóknar og þróunarstjóra Lónsins. Um er að ræða Algae Bioactive Concentrate sem má orða á íslensku með orðinu lífvirkni.

Húðlína Bláa Lónsins er öll unnin úr virkum efnum lónsins en fyrst um sinn fóru vörurnar í sölu sem lækningarvörur þó þær séu í dag seldar sem fyrsta flokks húðvörur.

Fyrsta húðvara Lónsins var hvíti maskinn sem við þekkjum svo mörg, fór í sölu árið 1995 og ég skrifaði um hann nokkrum sinnum á blogginu í denn, til dæmis hér  þegar ég gaf ykkur hann í desember gjöf árið 2015. Ég hef því talað um vörurnar frá þeim reglulega og lengi hér á mínum miðlum og þennan maska nota ég enn í dag, hann heitir Silica Mud mask.

Nýja olían er svo vara sem ég er enn að kynnast. Hún hefur hingað til verið í boði á Retreat svæði Lónsins en ástæðan fyrir því að hún var sett í sölu er sú mikla eftirspurn sem lónið fékk frá viðskiptavinum sem heilluðust af henni. Það var því ákveðið að svara eftirspurninni og í dag getum við keypt hana og notað heima fyrir. Ég er sjálf búin að taka vöruna inn í mína húðrútínu og hún lofar góðu. Ég hef verið að bera hana á mig fyrir á kvöldin fyrir svefn og svo blandað henni við andlitskremið mitt á morgnanna. Lesið allt um nýju vöruna á TrendNÝTT HÉR fyrir áhugasama.

Mikið rannsóknarstarf hefur verið unnið á virkum efnum Bláa Lónsins og þar er að  finna þörunga sem eru ekki til neins staðar annarsstaðar í heiminum. Mér finnst við svo lánssöm að eiga allar þessar einstöku auðlindir.

 

Takk fyrir þessa flottu kynningu á nýju vörunni Bláa Lónið. Hlakka til að kynnast henni betur. Fæst HÉR fyrir áhugasama.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ÍSLENSKA SMÁFÓLKIÐ FYRIR ZÖRU

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna Bergmann

    26. November 2019

    Lítur út fyrir að hafa verið algjört drauma date xx