fbpx

ÍSLENSKA SMÁFÓLKIÐ FYRIR ZÖRU

SMÁFÓLKIÐ

Ég rakst á dásamlegar myndir af glöðum íslenskum börnum þegar ég skoðaði zara.com yfir morgunbollanum mínum á þessum ágæta sunnudegi.  Æi hvað það gleður mig þegar ég sé stóru verslunarkeðjurnar nota íslenskt efni í markaðsefni sínu.

Ég er örugglega ekki eina mamman sem kaupi gjarnan barnaföt hjá spænska keðjunni og því datt mér í hug að sýna ykkur klæðin í þessu vinalega umhverfi, við sjóinn með Esjuna í bakrunni – heimilislegt.


 

Hrefna Hagalín er umboðsmaðurinn sem sá um að finna börn til að taka þátt í  verkefninu eftir að höfuðstöðvar Zöru á Spáni höfðu samband við hana.

Hrefna vinnur freelance við að casta fyrir erlendar og íslenskar auglýsingar en var reyndar í fæðingarorlofi þegar verkefnið bar að dyrum – hún ákvað samt sem áður að taka það að sér og auglýsti í kjölfarið eftir íslenskum börnum sem hefðu áhuga á að koma út að leika ..

,,Þetta var mjög metnaðarfullt verkefni og vildu þau vanda valið rosalega vel. Þau (ZARA) vissu nákvæmlega hverju  þau væru að leita að.

Ferlið gekk mjög vel og ég fékk mikið af frábærum krökkum til mín,  var í smá sjokki yfir hversu frábærar viðtökur ég fékk og ZARA hafði meira að segja orð á því hvað þetta væru æðislegir krakkar.  Á endanum voru það 4 yndislegir krakkar sem fóru í myndatökuna.”

 

 


Elsku fallega Ísland og dásamlegu glöðu dúllur sem heilla mig gjörsamlega upp úr skónum.
Spánverjarnir eru í góðum málum með þessar myndir í birtingu um heim allan!

Módel: Guðni Þór Róbertsson, Elín Arnardóttir, Sigrún Brynja Einarsdottir Sigurrós Ylfa Rúnarsdóttir

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HEIMSÓKN MEÐ A - JÓLA SEASON

Skrifa Innlegg