Vinnuútsýni á sunnudegi. Oft eru samverustundirnar svona, hjónin eitthvað að sýsla, í sitthvoru tölvunni.
Love is ..og allt það ;) þetta er allavega okkar ást og hún er alveg ágæt bara.
Mig langar svo að segja ykkur hvað Gunni er að brasa í sinni tölvu, en ég má það ekki alveg strax. Sjúklega spennó!
Sloppurinn hans Gunna er: H&M Home, Stóll: Norr11, Borð: IKEA x HAY, Tölvur: Apple, Bolli: Royal Copenhagen, Kaffi: Sjöstrand, Kertastjaki: Georg Jensen, Heimasíða á skjá: að sjálfsögðu TRENDNET
Annars er ég búin að telja niður í þennan dag í margar vikur. Þegar þú vinnur frá Íslandi þá getur verið svolítið flókið að vera í takti við tímann þegar það er tveggja tíma munur. Ég er oft byjuð að díla við úlfatímann í fjölskyldulífinu eða að elda mat – eða þið vitið, byrjuð að díla við hversdagslífið, þegar það er ennþá skrifstofutími á Íslandi. Ég fæ því oft smá móral yfir að “vera ekki til taks” þegar ég ætti eiginlega að vera það. En í nótt breyttist tíminn úr tveggja tíma mun í einn tíma og það munar öllu. Ég tala nú ekki um hvað það verður líka léttara að vakna á morgnanna, þegar það er allt í einu miklu bjartara klukkan sjö til átta leitið þegar við förum á fætur. Þið sem eruð á meginlandinu, munið að stilla tímann rétt ;)
Eigið góðan dag,
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg