Peysan í þessari færslu var gjöf
Það var góð ákvörðun að taka göngutúr við ströndina okkar seint í gærkvöldi. Dagurinn var svo skrítinn eftir að nýjar fréttir bárust í hádeginu af íslenska Covid ástandinu. Það snertir okkur eins og aðra afþví að Alban okkar er alltaf að bíða eftir því að komast á svið með Kardemommobænum og æ hvað ég vona að það verði frumsýning í lok ágúst eins og stendur til. Við erum svo spennt. Svo skrítnir tímar í mörgu og fyrir marga ..
Þó að reglurnar hafi verið hertar aftur þá eru einhverjir hlutir sem verða aldrei teknir af okkur, td þetta, útivera, göngutúr með fjölskyldunni, við hafið þar sem orkan er hvað mest.
Ef það er rigning, þá klæðum við okkur bara eftir því … jafn mikil orka fyrir vikið. Mæli með að prufa.
Ölbu varð kalt og fékk lánaðann jakka af mér: H&M, Buxur: þessar hér, Skór: Nike
Ég elska þennan bláa lit á nýju 66°Norður peysunni minni. Fæst: HÉR
Ég tók hana stóra eins og þið sjáið – fílaða.
Sólgleraugu: Le Specs/Yeoman, Peysa: 66°Norður, Stuttbuxur: Monki, Hárklemma: Spútnik, Skór: Birkenstock
Eigið góða (en öðruvísi) Verslunarmannahelgi kæru lesendur.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg