Borgarferð til London, Parísar eða Róm á dagskrá? Nei eflaust ekki …
Ég mæli mikið með borgarferð í okkar eigin Reykjavík þetta sumarið – þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
Dagur í mínu lífi, í samstarfi við Sumarborgina 2020 – Reykjavík…
Ég elska Reykjavík, finnst við svo heppin að eiga þessa fallegu höfuðborg með útsýni yfir hafið og fjöllin sem gefa okkur orku alla daga. Miðbærinn okkar iðar af fjölbreyttri verslun og þjónustu sem við Íslendingar ættum að heimsækja reglulega. Eins og þið sem fylgið mér á Instagram vitið þá er ég dugleg að heimsækja miðbæinn og hef áður hvatt ykkur til að gera slíkt hið sama. Ég náði ekki að bóka mér hótelherbergi og fara þannig alla leið í minni upplifun á smá borgarferðar fíling en ég hef gert það nokkrum sinnum og það er æði!! Þó þið búið bara í Mosó, eða þessvegna í Hlíðunum.
Ég fagnaði samstarfi við Sumarborgina sem er uppfull af dagskrá þessar vikurnar, kynnið ykkur dagskrána í döðlur HÉR
Fyrir mína parta er hið fullkomna bæjarrölt að plana ekki of mikið heldur rölta á milli verslana, listasafna eða kaffihúsa, setjast á göngugötu og fylgjast með mannlífinu, enda svo daginn í góðum dinner. Allt er síðan aðeins betra með góðri vinkonu, eins og í mínu tilviki.
SJÖSTRAND –
Fyrsti bollinn, og sá besti í bænum að mínu mati, tekinn á Granda á mínum heimavelli hjá Sjöstrand Iceland ..
Stundum finnið þið mig þar á vaktinni.
BÆJARINS BEZTU –
Hádegismaturinn verður ekki íslenskari. Ein með öllu með mínum manni ..
AS WE GROW –
Gunnar Manuel er í peysu frá As We Grow – eins og þið sem lesið bloggið mitt vitið, þá mæli ég svo sannarlega með því íslenska eðal merki á smáfólkið okkar..
VERSLUM VINTAGE –
Náttbuxur við allt? Leyfilegt í mínum bókum ..
38 ÞREP –
Mínir uppáhalds hjá 38 Þrepum í þessari heimsókn ..
HAF –
Fáðu þér sæti, sæti. Þessi stóll heitir því einfalda nafni, sæti og er hönnun HAF hjóna.
Bækur í úrvali ..
TE&KAFFI –
2x cappuccino til að taka með, takk !
LISTASAFN REYKJAVÍKUR –
Það fylltist innhólfið mitt á Instagram af fyrirspurnum út í safnarbúð Listasafns Reykjavíkur. Greinilega margir sem vita ekki af þeirri perlu en hér með vona ég að fleiri heimsæki bæði verslunina en líka söfnin sem borgin okkar hefur að geyma. Vissuð þið að það er frítt inn eftir klukkan 17 á söfn á fimmtudögum?
HÚRRA REYKJAVÍK –
Þið finnið WoodWood á börn hjá Húrra Reykjavík ..
HILDUR YEOMAN –
Ég heimsæki ekki miðborgina nema kíkja í YEOMAN, ég mæli með að skoða þar gjafavöruna fyrir þá sem eiga allt ..
AGÚSTAV –
Verið velkomin á Skólavörðustíg Agustav.
RAKEL TOMAS –
Vissuð þið að listakonan Rakel Tómasdóttir hefur opnað STUDIO í miðbænum? Kynnist henni betur HÉR ..
EVA –
Billi Bi klassík, fæst hjá Evu ..
Blazer: Malene Birger ..
DUCK & ROSE –
AFTER WORK var góð hugmynd.
Og hér var aldeilis Instagram vænt .. ;)
Duck & Rose er nýr staður, staðsettur þar sem Kaffi París var til húsa. Ég mæli sérstaklega með ostinum á myndinni hér að neðan en risotto bollurnar voru líka dásamlegar .. Meira HÉR
Minn dagur í Sumarborginni spilaðist svona – HÉR finnið þið líka highlights á Instagram hjá mér. Mig langaði auðvitað að hafa enn fleiri klukkustundir til að ná að heimsækja fleiri verslanir, þjónustu eða veitingastaði því Reykjavík er stútfull af slíku. En það verður bara meira næst ..
Takk fyrir mig Reykjavík, uppáhalds borgin mín.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg