fbpx

Heima ♡

LÍFIÐ

Ísland var æði en heima er alltaf best. Góðan daginn héðan, úr dönsku stofunni minni.

Ég var búin að sakna þess svo að eiga rólegan morgun heima hjá mér og er því að njóta alveg sérstaklega vel í núinu núna, sötrandi á rjúkandi heitum kaffibolla á meðan ég fletti í gegnum bloggfærslur sem ég hef ekki náð að skoða síðustu vikur, eðal stund sem ég mæli með að þið leikið eftir á þessum ágæta laugardegi.


Mottan eru ný kaup sem Gunni ferðaðist með frá Íslandi til Danmerkur. Við keyptum hana til að nota í sæta kjallaranum okkar á Íslandi en þegar hún kom  þangað þá sáum við að hún myndi njóta sín miklu betur hér heima í  DK. Frá Kara Rugs.

Fyrsti bolli dagsins var tekinn úti í garði þar sem ég klippti nokkur blóm og setti í vasa inni. Þykir því sérstaklega vænt um helgarblómin að þessu sinni.

Góða helgi yfir hafið x

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

AF HVERJU ALLT BLEIKT?

Skrifa Innlegg