fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: @kolavig

STÍLLINN Á INSTAGRAM

Hin ofursmekklega Kolbrún Anna á Stílinn á Instagram að þessu sinni. Ég hef fylgst með Kollu í mörg ár og horft á hana þroskast í þá flottu konu sem hún er í dag. Kolla er með mörg járn í eldinum en nýlega kláraði hún förðunarnám í Makeup Studio Hörpu Kára og hefur síðan þá unnið að mörgum flottum verkefnum. Hún er hæfileikarík á mörgum sviðum og algjör skvísa á Instagram þar sem hún heldur úti opnum miðli. Kynnumst henni betur hér að neðan –

Hver er Kolbrún Anna? Förðunarfræðingur og hundamamma búsett í Vesturbænum ásamt Bjarna kærastanum mínum og franska bolabítnum Roskó. Mín helstu áhugamál eru ótal mörg en til að nefna nokkur eru hönnun, tíska, förðun, tónlist, kvikmyndir og góður matur mjög ofarlega á listanum.

Afhverju Instagram? Mér finnst instagram frábær grundvöllur til þess að deila hlutum úr mínu daglega lífi með öðrum, ásamt því að fá innblástur frá fólki.  Það er skemmtilegt að sjá mismunandi tjáningu hvers og eins. Fólk stjórnar hverju það deilir með öðrum og hvernig það setur hlutina fram. Margir nota miðilinn til þess að koma sér á framfæri og er instagram orðið eitt risastórt viðskiptatól.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði? Nei ég get ekki sagt það. Fer samt allt eftir skapi og tilefni. Er þó oftast nokkuð þægileg á því heima við en hugsa meira út klæðaburðinn þegar eitthvað stendur til.

Skemmtilegast að kaupa? Blóm, plöntur og einstakar vintage flíkur / töskur. 

Must have flík í þínum skáp? Góð úlpa. Er alltaf úti að ganga með Roskó og verð að eiga hlýja og góða úlpu sem þolir íslenska veðráttu.

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? Ég hef aldrei átt neina eina sérstaka. Sæki innblásturinn héðan og þaðan. 70s tímabilið hefur alltaf heillað mig og sæki þá aðallega innblástur úr kvikmyndum og gömlum tískublöðum.

Hefur þú einhver tískutips fyrir ungar stúlkur? Klæðist því sem ykkur finnst flott og einkennir ykkar stíl og karakter. Ekki bera ykkur saman við aðra heldur finnið ykkar eigin takt.

Framtíðarplön? Vonandi finna hina einu réttu fasteign en við erum í íbúðarleit eins og er. Halda áfram í skemmtilegum förðunarnverkefnum og svo væri gaman að flytja jafnvel erlendis á næstu árum og læra eitthvað skapandi. 

 

 

Ég mæli með að fylgja Kolavig á Instagram. Fallega fallega feed.
Takk fyrir að leyfa okkur að kynnast þér og gangi þér áfram vel.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FÖSTUDAGUR, FÆTUR UPP Í LOFT

Skrifa Innlegg