fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: HAFRÚN KARLS

FÓLKINSTAGRAMSTÍLLINN Á INSTAGRAM

Hafrún Alda Karlsdóttir á Instagram stílinn að þessu sinni enda ofurskvísa mikil. Hafrún er búsett í Kaupmannahöfn og gerir það gott með veftímariti sínu BAST Magazine.
Hún er ein af þeim sem er alltaf með´etta án þess að reyna neitt sérstaklega.
Þetta er Hafrún, ofurtöffari með meiru –image 2

Hver er Hafrún Karls?
Ég er fædd og uppalin á Íslandi en síðustu 7 ár hef ég búið í Kaupmannhöfn þar sem ég ritstýri veftímaritinu Bast magazine.

Hefur þú alltaf spáð í tísku?
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og hönnun og áhuginn hefur bara vaxið með árunum. Við hjá Bast magazine fjöllum líka mikið um tónlist og mér finnst mjög gaman að geta blandað þessum tveimur áhugamálum saman, enda tengjast tíska og tónlist á svo marga vegu.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Nei ég get nú ekki sagt það, ég er frekar mikil B manneskja og er alltaf á síðustu stundu á morgnanna og hoppa yfirleitt í það fyrsta sem ég sé, sem eru yfirleitt gallabuxur og stuttermabolur.

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? 
Það eru vissulega margir sem veita mér innblástur eins og t.d Charlotte Gainsbourg, Patti Smith og Hedi Slimane.

Must have flík í þínum skáp?
Acne gallabuxur, t-shirts, stórar þykkar peysur og nóg af allskonar yfirhöfnum.

Hefur þú einhver tískutips fyrir ungar stúlkur?
Kaupa færri og vandaðri vörur, ég hef líka alltaf bakvið eyrað þegar ég kaupi mér föt hvar varan er framleidd og af hverjum. Svo verðum við líka að hugsa vel um umhverfið okkar og endurnýta fötin, fara með gömlu fötin sem við erum hætt að nota og selja þau og að versla í vintage búðum er líka algjör snilld.

Hvað er á döfinni hjá Bast Magazine?
Það er nóg framundan hjá okkur í Bast, við ætlum við að halda tryllt partý 12. Febrúar á Paloma, í samstarfi við Grótta Zine, Icelandair og Smirnoff. Ný heimsíða kemur í loftið innan skamms og ekki má gleyma Bast no.10 sem kemur út í lok Febrúar. Þanning það er líf og fjör framundan hjá team Bast.

image 11 image 10 image 9 image 8 image 7 image 6 image 5 image 4 image 3 image 2 image image 3 image 4 image 5 image 6 image 7 image 8 image 9 image 10 image 11 image 12 image 13 image 14 image 15 image 16 image 17 image 18 image

_

TAKK @hafrunkarls

xx,-EG-.

DAGSINS

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    7. February 2014

    OOOOOF svøl!! x

  2. haddý

    7. February 2014

    Alltaf glæsileg, en umfram allt alveg yndisleg :)

  3. matthildur Drøfn

    8. February 2014

    Tøffara pía :)