fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: @alexandrahelga

FÓLKSTÍLLINN Á INSTAGRAM

English Version Below

Ég hef áður sagt ykkur frá Alexöndru Helgu Ívardsóttur sem er skartgripahönnuður, fyrirmyndarkokkur og smekk-kona á mörgum sviðum. Alexandra er unnusta Gylfa Sigurðssonar landsliðsmanns í fótbolta og búa þau í strandbænum Swansea í Englandi. Áður fyrr bjuggu þau í London og því er hún líka á heimavelli í þeirri stórborg.

Fótboltafrúin og fegurðardrottningin tók ákvörðun um að hætta á Facebook fyrir nokkru síðan. Sá samskiptamiðill hentaði ekki en annað má segja um Instagram þar sem hún birtir reglulega myndir af lífi sínu. Ég er ein af þeim sem fylgi henni þar og læt mig dreyma um að hoppa inná myndirnar hennar öðru hverju ;) Alexandra er með fágaðan og dásamlegan stíl sem veitir mér innblástur á mörgum sviðum. Feldir, töskur, makeup, ferðalög og matur eru í aðalhlutverki á myndunum eftir Koby sem er hundurinn hennar og hin besta fyrirsæta.

Flettið í gegnum myndirnar og lesið létt spjall við Alexöndru hér að neðan –

Afhverju Instagram?
Mér hefur alltaf þótt instagram skemmtilegasti samfélagsmiðillinn og hef því valið að vera einungis á honum.

Hvað veitir þér innblástur?
Ætli það sé ekki bara misjafnt hverju sinni. Instagram er auðvitað fínt ef maður er að leita að tískuinnblæstri og ég rek augun oft í eitthvað þar sem mér þykir fallegt. Annars finnst mér mikilvægast að velja sér föt sem mannig líður vel í því það er oftast einmitt það sem klæðir mann best.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar kemur að klæðaburði?
Alls ekki.. Ég er mikið fyrir þægindi og er því hversdagslega klædd í afslöppuð þæginleg föt. Mér þykir hinsvegar gaman að klæða mig upp þegar eitthvað stendur til eða þegar ég er á ferðalögum.

Kobygram?
Já, Koby hundurinn okkar hefur fengið þetta hashtag á instagram, enda stór partur af mínu feedi og skemmtilegur karakter.

Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku?
Já ég held það sé óhætt að segja það. Móðir mín á að minnsta kosti til ansi margar sögur af mér ungri sem tengjast fatavali.

.. en fótbolta? Nei það kom ekki fyrr en ég kynntist betri helmingnum..

Áttu leynistaði í London sem þú vilt deila með okkur? Hann er kannski ekkert svakalega mikið leyni þar sem ég hef oft sagt frá honum á femme.is en uppáhaldskaffihúsið mitt í London er Godiva chocolate café sem er að finna á 2.hæð í Harrods. Ég á mjög erfitt með að fara til London án þess að stoppa þar í crepes og kaffi. Þetta er eitthvað sem alvöru súkkulaðiunnendur verða að prófa allavega einu sinni.

___

Ég mæli með því að þið bætið henni við ykkar fylgjendur, hún er glamúrpía með fallegt hjarta og ég elska að fá að fylgjast með ferðum hennar, hér.

//

This is Alexandra – Footballers wife, jewelry designer and fashionista. I reccomend that you follow her on Instagram, here.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LANGAR: KÁPA

Skrifa Innlegg