Ég var spurð spjörunum úr í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.
NAFN: Elísabet Gunnarsdóttir
ALDUR: 26 ára
STARF: Bloggari og annar eigandi vefsíðunnar Trendnet.is
Hvern faðmaðir þú síðast? Dóttur mína þegar að við vöknuðum í morgun.
En kysstir? Ég kyssti manninn minn kveðjukoss í nótt þegar að hann fór til útlanda yfir helgina.
Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Mágur minn þegar að hann tók á móti okkur fjölskyldunni með innisprengju á gamlárskvöld sem varð til þess að við hrukkum í kút.
Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi? Það er gott að umbera gallana sína og ég á nóg af þeim. Ég ætla glöð að umbera þá áfram.
Ertu hörundsár? Já, ég held að ég sé smá hörundsár. Fer kannski eftir aðstæðum.
Dansarðu þegar enginn sér til? Ég dansa mjög reglulega með dóttur minni á stofugólfinu heima. Hún stjórnar ferðinni.
Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig? Ég geri mig mjög oft að fífli á handboltaleikjum hjá manninum mínum þar sem að ég læt hátt í mér heyra á íslensku innan um þúsudir frakka sem að horfa á mig með undrunar svip.
Hringirðu stundum í vælubílinn? Já, ég á það til.
Tekurðu strætó? Nei, ég hjóla. Það er miklu betra!
Hvað eyðirðu miklum tíma á facebook á dag? Ég nota Facebook mjög mikið í vinnunni og líka til þess að halda sambandi við fólkið mitt á Íslandi. Það er mismunandi frá degi til dags hversu miklum tíma ég eyði þar.
Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim? Fer ekki hjá mér en finnst ég stundum þekkja viðkomandi(þó að ég geri það alls ekki) og því mögulega brosi meira en annars.
Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Borða reykt kjöt. Eins spennt og ég verð í desember eftir jólamatnum þá er ég jafn spennt fyrir því að borða léttari fæðu með hringina á fingrunum núna um helgina.
Öðruvísi spurningar en ég er vön. En aldeilis skemmtilegar.
Gleðilegan föstudag! Vinnuvikan var ekki löng að þessu sinni … við fögnum því!
Meira: HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg