fbpx

SNIÐUG SUMARKAUP

SAMSTARFSHOP

Gleðilegt sumar.
Mér datt í hug að taka saman sjö skemmtileg sumarkaup til að deila með ykkur á þessum fyrsta sumardegi.
Hér koma kauptips, smá bland í poka sem ég er með í hausnum núna.

Númer eitt … ekki gleyma sólavörninni! Ég hef og mun áfram mæla áfram með frönsku La Roche-Posayhef langa og góða reynslu af þessum dásamlegu húðvörum.

La Roche-Posay hefur verið leiðandi í lausnum á húðumhirðu viðkvæmrar húðar frá 1928. Allar vörurnar eru þróaðar í samvinnu við húðsjúkdómalækna með það að markmiði að bjóða öllum þeim sem eru með viðkvæma húð uppá betra líf. 

LESTU LÍKA: MORNING BLISS

Er þetta dagurinn sem við byrjum mað klæðast litríkari flíkum? Þessi appelsínuguli kjóll frá Résume er æði. Fæst: HÉR

 

Sumardagurinn fyrsti = allir út að leika? Ný uppáhalds útivera og samvera hjá okkur fjölskyldunni er að fara út á körfuboltavöll, þar er fjör, mæli með. Körfuboltinn sem börnin mín fengu í sumargjöf í morgun, fæst: HÉR

PÆJA MEÐ PRADA? Það er 20% afsláttur af öllum sólgleraugum hjá Optical Studio í dag og til og með 22.apríl. Ég mæli með þessum sem fást: HÉR en skoðið líka story heimsókn hjá mér hér fyrir frekara úrval sem ég kann vel að meta.

Ný sundföt? Íslenskt já takk frá Swimslow. Þessi ljósblái Vesturbæjarlaug er æði og fæst: HÉR

Joggari. Ég elska joggara og á nokkra liti. Hið fullkomnna dress við strigaskó en það má dressa þægindin upp þegar við á .. Fæst: HÉR

LOLA frá Andreu Röfn fyrir Jodis er virkilega vel heppnað snið sem ég myndi kjósa að klæðast í sumar. Fæst: HÉR & HÉR á Íslandi.

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HVÍT GÓLF Í DÖNSKUM STÍL

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

    • Elísabet Gunnars

      22. April 2022

      Verða ekki sumarlegri kaup elsku Swimslow x