Elísabet Gunnars

SMÁFÓLKIÐ: SHOWROOM PETIT

FRÉTTIRSHOPSMÁFÓLKIÐ
1

Til hægri: eigandi Petit.is, Linnea Ahle

Netverslunin Petit.is býður til veislu í miðbæ Reykjavíkur um helgina þegar þau opna showroom sitt fyrir viðskiptavini.
Verslunin er rekin af sænsku ofurkonunni Linneu Ahle en hennar glaðlega bros mun taka á móti ykkur í Pósthússtræti 13 alla laugardaga milli 12 og 16 en þetta verður fyrsti laugardagurinn sem hún opnar hurðina.

Netverslunin sem hefur gert það gott síðasta árið er með þessu móti að bjóða upp á betri þjónustu fyrir kúnna sína sem nú fá tækifæri á að “snerta” vörurnar þennan eina dag vikunnar – en margir hræðast ennþá að versla á netinu og því er svona showroom tilvalið.

Ég hef fylgst með versluninni frá upphafi þar sem ég gladdist í byrjun yfir að merkið Färg och Form væri komið til landsins. Síðan þá hef ég fylgst með hennar reglulegu uppfærslum á nýjum skandinavískum merkjum fyrir börn – fatnaður og innanhúsmunir.

Þessar vörur á neðan valdi ég úr vöruúrvali verslunarinnar í dag en þær munu taka á móti ykkur um helgina.


petit0
petit petit 8 petit6 petit5 petit3 petit2 petit1

Mömmur sameinist í Pósthússtræti. Ég mæli með.

Happy shopping!

xx,-EG-.

NÝ HERFERÐ 66°NORÐUR

Skrifa Innlegg