fbpx

Saks Potts

FASHIONLANGARSHOP

Innblásturinn hellist yfir mann á tískuvikum og eitt af því sem ég tek með mér frá Köben í janúar en þessi dásamlega yfirhöfn frá Saks Potts. Í rúmt ár hefur kápa frá merkinu verið á óskalistanum mínum en að fá að “koma við” flíkurnar í fyrsta sinn gaf mér einhvernvegin meiri löngun í að byrja að safna. Ég tek baukinn fram – ekki seinna en í dag.

Saks hefur einbeitt sér mikið af samstörfum með tískubloggurum og öðrum áhrifavöldum (t.d. náðu þær að koma sjálfri Rihönnu í jakka!) og það var þar sem ég uppgötvaði merkið fyrst. Það er yfirleitt þannig að persónulegri myndir selja mér flíkur betur en beinar auglýsingar sem sýna óaðfinnanlegar fyrirsætur klæðast flíkunum. Eruði sammála? Hönnuðurnir á bakvið merkið eru aðeins 23 og 24 ára danskar stúlkur sem ætla sér stóra hluti – þær eru að slá í gegn og ég hlakka til að fylgjast áfram með þeim. Saks Potts fylgir ekki straumum og stefnum heldur leggur áherslu á að flíkurnar lifi lengi og passi við mismunandi tímabil.

Saks selur ekki bara yfirhafnir þó að það sé sú flík sem ég er mest með á heilanum, mig langar í sambærilega þessari að ofan.

Þið fáið meiri innblástur í myndunum að neðan… Drauma.

//

Saks Potts coat is on my wishlist …
I looked at their products on CPHFW and was really impressed. What I love about them is that their pieces are timeless and they are not thinking to much about seasons and trends. The designers are 2 young and really promising girls – good job!

to do:
– save money!

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

30 DAGA MEÐFERÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Andrea

    16. February 2018

    Sjúklega flott