fbpx

30 DAGA MEÐFERÐ

BEAUTYÍSLENSK HÖNNUN

Ég er ein af þeim sem hef tekið þátt í 30 daga áskorun með Bio Effect frá því í byrjun árs. Ég byrjaði reyndar ekki fyrr en um miðjan janúar þar sem pakkinn náði ekki til mín til Svíþjóðar í tæka tíð fyrir jólafrí (ætlaði að byrja 1 jan). En það var lán í óláni fyrir mig að byrja seinna því ég var svo lánsöm að fá að kynnast íslenska húðvörumerkinu enn betur þegar ég fundaði með Bio Effect dömum yfir bolla á Íslandi í byrjun árs.

Íslenskt, já takk.

Hinir vinsælu Bio Effect dropar innihalda aðeins 7 skilvirk efni – flestir verða húkt á vörunum og ég get kvittað uppá það.

Það merkilegasta við heimsóknina var að sjá þessa mögnuðu mynd af 10 ára strák sem notaði Bio Effect dropana sem meðal. Ótrúleg virkni!! Sjá mynd.

En að 30 daga meðferðinni …

Þegar ég byrjaði í meðferðinni var ég mjög slæm í húðinni. Ég er það oft á þessum tíma árs og ég er farin að halda að ég sé því miður komin með einhverskonar ofnæmi – ég þarf að fá staðfestingu á því hjá ofnæmislækni hið fyrsta.  Ég steypist gjarnan út í útbrotum og augun bólgna upp – eitt sinn vaknaði ég eins og fílamaðurinn og þá stóð mér ekki á sama.

Made in Iceland – þrjú í kassa.

Mynd án makeups, tekin í gær í dagsbirtu.

Þó “útbrotin” hafi komið og farið á nýju ári þá hef ég notað 30 daga dropana daglega kvölds og morgna frá því 17 janúar (á því 2 daga eftir). Mér fannst ég finna mikinn mun eftir 10 daga notkun en hef síðan þá verið frekar slæm í húðinni og er það eiginlega ennþá þegar þetta er skrifað (er með útbrot/þurk eins og ég nefni hér að ofan) en það gæti verið mitt persónulega ástand.  Meðhliða hef ég notað kæliserumið sem er fyrsta Bio Effect varan sem ég féll fyrir (sjá póst um hana, HÉR).

Þó mér líði ferskri þá finnst mér munurinn sjást enn frekar á eldri konum og myndirnar að neðan eru alveg magnaðar. Um er að ræða 30 Day Treatment borið á háls og andlit tvisvar á dag. Áhrifin sýna svart á hvítu minnkandi hrukkur eða 31% samkvæmt rannsókn sem vísindamenn gerðu á þessari konu, einnig mældist collegen 18% meira sem er alveg frábært þegar einungis er verið að vinna með hrein efni og það íslensk efni! Ég er alveg heilluð ..

Fyrir.

Eftir.

30 daga meðferðin fær mín fínustu meðmæli en mig langar að prufa aftur á öðrum tíma árs þegar kuldinn rífur ekki svona í húðina á móti. Planið er að prufa aftur fyrir brúðkaupið mitt í sumar – fylgist með þá líka.

//

Do you know Bio Effect? You should read about this favorite Icelandic label: HERE – I am using these days, and loving it.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HÁRBANDIÐ ER INN

Skrifa Innlegg